Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

1. desember, 2011

Fimmtudaginn 1. desember var tilkynnt um hvaða 10 bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands.

Íslensku bókmenntaverðlauninFimmtudaginn 1. desember 2011 var tilkynnt um hvaða 10 bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands.

Tilnefnt er í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis og eru 5 bækur tilnefndar í hvorum flokki. Verðlaunaupphæðin fyrir hvorn flokk er nú kr. 1.000.000.

Tvær þriggja manna dómnefndir sjá um valið á þeim bókum sem þykja hafa skarað fram úr á útgáfuárinu 2011. Dómnefnd fagurbókmennta var skipuð þeim Árna Matthíassyni, Viðari Eggertssyni og Þorgerði Elínu Sigurðardóttur. Í dómnefnd fræðibóka og rita almenns efnis sátu  Þorgerður Einarsdóttir, Jón Ólafsson og Auður Styrkársdóttir.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Guðrún Eva Mínervudóttir: Allt með kossi vekur. Útgefandi: JPV útgáfa

Hallgrímur Helgason: Konan við 1000°. Útgefandi: JPV útgáfa

Jón Kalman Stefánsson: Hjarta mannsins. Útgefandi: Bjartur

Oddný Eir Ævarsdóttir: Jarðnæði. Útgefandi: Bjartur

Steinunn Sigurðardóttir: jójó. Útgefandi: Bjartur

í flokki fræðibóka og rita almenns efnis voru tilnefningar eftirfarandi:

Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson: Morkinskinna I og II bindi. Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag

Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson: Góður matur, gott líf – í takt við árstíðirnar. Útgefandi: Vaka-Helgafell

Jón Yngvi Jóhannsson: Landnám – ævisaga Gunnars Gunnarssonar. Útgefandi: Mál og menning

Páll Björnsson: Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Útgefandi: Sögufélag

Sigríður Víðis Jónsdóttir: Ríkisfang: Ekkert - Flóttinn frá Írak á Akranes. Útgefandi: Mál og menning

Formenn dómnefndanna tveggja munu velja einn verðlaunahafa úr báðum flokkum ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af Forseta Íslands á Bessastöðum.

Tilnefnt til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011

Einnig voru tilkynntar tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunna. Dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka völdu þær fimm þýðingar sem þykja skara framúr útgáfuárið 2011.

Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum og veitir Forseti Íslands þau á degi bókarinnar 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini. Bakhjarlar verðlaunanna eru Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011:

Andarsláttur eftir Hertu Müller. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Útgefandi: Ormstunga

Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya. Þýðandi: Hermann Stefánsson. Útgefandi: Bjartur

Regnskógabeltið raunamædda eftir Claude Lévi-Strauss. Þýðandi: Pétur Gunnarsson. Útgefandi: JPV útgáfa

Reisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson. Útgefandi: Mál og menning

Tunglið braust inn í húsið. Ljóð eftir marga höfunda. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Útgefandi: Uppheimar


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir