Punkturinn á meðal bestu bóka ársins

12. desember, 2011

„Óvæntur glaðningur frá Íslandi,“ segir bókmenntagagnrýnandi þýsku útvarpsrásarinnar WDR2, um þýðingu Punktur punktur komma strik í bókauppgjöri ársins. 

punkt punkt komma strich„Óvæntur glaðningur frá Íslandi,“ segir Antje Deistler, bókmenntagagnrýnandi þýsku útvarpsrásarinnar WDR2, um þýðingu bókarinnar Punktur punktur komma strik, eftir Pétur Gunnarsson, í bókauppgjöri ársins. Þar er Punkturinn efstur á blaði meðal bestu bóka ársins sem komu í Þýskalandi.

„Þessa litla og látlausa bók frá Íslandi kom mér mest á óvart á árinu,“ segir Deistler, sem fjallaði um bókina þegar hún kom út á þýsku síðasta sumar. „Það sem er svo heillandi og skemmtilegt við þessa skáldsögu er ekki það sem Pétur Gunnarsson segir frá, heldur hvernig hann segir frá. Bókin er full af myndum og samlíkingum sem hitta í mark og knöppum setningum sem maður gæti hengt fyrir ofan rúmið sitt ... Eina aðfinnslan við þennan skemmtilega og upplýsandi skotttúr um Ísland: Hann er of stuttur! Endalokin eru æsispennandi og ég varð svo furðu lostin að ég hafði sambandi við útgefandann og spurði hvort það kæmi ekki framhald. Svarið: Já, það verður framhald á sögunni. Þrjár bækur til viðbótar eru til um Andra og sú næsta mun koma út á þýsku líkaMér er mjög létt.

Þýsk þýðing Ég um mig frá mér til mín, Andrabókar númer tvö, er væntanleg næsta vor hjá bókaforlaginu Weidle.

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir