Punkturinn á meðal bestu bóka ársins

12. desember, 2011

„Óvæntur glaðningur frá Íslandi,“ segir bókmenntagagnrýnandi þýsku útvarpsrásarinnar WDR2, um þýðingu Punktur punktur komma strik í bókauppgjöri ársins. 

punkt punkt komma strich„Óvæntur glaðningur frá Íslandi,“ segir Antje Deistler, bókmenntagagnrýnandi þýsku útvarpsrásarinnar WDR2, um þýðingu bókarinnar Punktur punktur komma strik, eftir Pétur Gunnarsson, í bókauppgjöri ársins. Þar er Punkturinn efstur á blaði meðal bestu bóka ársins sem komu í Þýskalandi.

„Þessa litla og látlausa bók frá Íslandi kom mér mest á óvart á árinu,“ segir Deistler, sem fjallaði um bókina þegar hún kom út á þýsku síðasta sumar. „Það sem er svo heillandi og skemmtilegt við þessa skáldsögu er ekki það sem Pétur Gunnarsson segir frá, heldur hvernig hann segir frá. Bókin er full af myndum og samlíkingum sem hitta í mark og knöppum setningum sem maður gæti hengt fyrir ofan rúmið sitt ... Eina aðfinnslan við þennan skemmtilega og upplýsandi skotttúr um Ísland: Hann er of stuttur! Endalokin eru æsispennandi og ég varð svo furðu lostin að ég hafði sambandi við útgefandann og spurði hvort það kæmi ekki framhald. Svarið: Já, það verður framhald á sögunni. Þrjár bækur til viðbótar eru til um Andra og sú næsta mun koma út á þýsku líkaMér er mjög létt.

Þýsk þýðing Ég um mig frá mér til mín, Andrabókar númer tvö, er væntanleg næsta vor hjá bókaforlaginu Weidle.

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir