Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

15. desember, 2011

Oddný Eir Ævarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Bryndís Björgvinsdóttir á meðal tilnefndra höfunda.

Tilnefningar til FjöruverðlaunaTilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 14. desember. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

Í flokki fagurbókmennta var Oddný Eir Ævarsdóttir tilnefnd fyrir skáldsöguna Jarðnæði, Steinunn Sigurðardóttir fyrir skáldsöguna Jójó og Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðabókina Kanil.

Í flokki barna- og unglingabóka var Bryndís Björgvinsdóttir tilnefnd fyrir Fluguna sem stöðvaði stríðið, Margrét Örnólfsdóttir fyrir Með heiminn í vasanum og Ragnheiður Gestsdóttir fyrir Í gegnum glervegginn.

Í flokki fræðibóka var Sigríður Víðis Jónsdóttir tilnefnd fyrir Ríkisfang: Ekkert, Birna Lárusdóttur fyrir Mannvist og Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir Nútímans konur.

Fjöruverðlaunin hafa verið árviss viðburður í fimm ár. Hópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis stofnuðu til þeirra vorið 2007, til eflingar íslenskum kvenrithöfundum.


Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir