Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

15. desember, 2011

Oddný Eir Ævarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Bryndís Björgvinsdóttir á meðal tilnefndra höfunda.

Tilnefningar til FjöruverðlaunaTilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 14. desember. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

Í flokki fagurbókmennta var Oddný Eir Ævarsdóttir tilnefnd fyrir skáldsöguna Jarðnæði, Steinunn Sigurðardóttir fyrir skáldsöguna Jójó og Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðabókina Kanil.

Í flokki barna- og unglingabóka var Bryndís Björgvinsdóttir tilnefnd fyrir Fluguna sem stöðvaði stríðið, Margrét Örnólfsdóttir fyrir Með heiminn í vasanum og Ragnheiður Gestsdóttir fyrir Í gegnum glervegginn.

Í flokki fræðibóka var Sigríður Víðis Jónsdóttir tilnefnd fyrir Ríkisfang: Ekkert, Birna Lárusdóttur fyrir Mannvist og Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir Nútímans konur.

Fjöruverðlaunin hafa verið árviss viðburður í fimm ár. Hópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis stofnuðu til þeirra vorið 2007, til eflingar íslenskum kvenrithöfundum.


Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir