Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

15. desember, 2011

Oddný Eir Ævarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Bryndís Björgvinsdóttir á meðal tilnefndra höfunda.

Tilnefningar til FjöruverðlaunaTilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 14. desember. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

Í flokki fagurbókmennta var Oddný Eir Ævarsdóttir tilnefnd fyrir skáldsöguna Jarðnæði, Steinunn Sigurðardóttir fyrir skáldsöguna Jójó og Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðabókina Kanil.

Í flokki barna- og unglingabóka var Bryndís Björgvinsdóttir tilnefnd fyrir Fluguna sem stöðvaði stríðið, Margrét Örnólfsdóttir fyrir Með heiminn í vasanum og Ragnheiður Gestsdóttir fyrir Í gegnum glervegginn.

Í flokki fræðibóka var Sigríður Víðis Jónsdóttir tilnefnd fyrir Ríkisfang: Ekkert, Birna Lárusdóttur fyrir Mannvist og Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir Nútímans konur.

Fjöruverðlaunin hafa verið árviss viðburður í fimm ár. Hópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis stofnuðu til þeirra vorið 2007, til eflingar íslenskum kvenrithöfundum.


Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir