Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

15. desember, 2011

Oddný Eir Ævarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Bryndís Björgvinsdóttir á meðal tilnefndra höfunda.

Tilnefningar til FjöruverðlaunaTilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 14. desember. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

Í flokki fagurbókmennta var Oddný Eir Ævarsdóttir tilnefnd fyrir skáldsöguna Jarðnæði, Steinunn Sigurðardóttir fyrir skáldsöguna Jójó og Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðabókina Kanil.

Í flokki barna- og unglingabóka var Bryndís Björgvinsdóttir tilnefnd fyrir Fluguna sem stöðvaði stríðið, Margrét Örnólfsdóttir fyrir Með heiminn í vasanum og Ragnheiður Gestsdóttir fyrir Í gegnum glervegginn.

Í flokki fræðibóka var Sigríður Víðis Jónsdóttir tilnefnd fyrir Ríkisfang: Ekkert, Birna Lárusdóttur fyrir Mannvist og Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir Nútímans konur.

Fjöruverðlaunin hafa verið árviss viðburður í fimm ár. Hópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis stofnuðu til þeirra vorið 2007, til eflingar íslenskum kvenrithöfundum.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir