Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

15. desember, 2011

Oddný Eir Ævarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Bryndís Björgvinsdóttir á meðal tilnefndra höfunda.

Tilnefningar til FjöruverðlaunaTilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 14. desember. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

Í flokki fagurbókmennta var Oddný Eir Ævarsdóttir tilnefnd fyrir skáldsöguna Jarðnæði, Steinunn Sigurðardóttir fyrir skáldsöguna Jójó og Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðabókina Kanil.

Í flokki barna- og unglingabóka var Bryndís Björgvinsdóttir tilnefnd fyrir Fluguna sem stöðvaði stríðið, Margrét Örnólfsdóttir fyrir Með heiminn í vasanum og Ragnheiður Gestsdóttir fyrir Í gegnum glervegginn.

Í flokki fræðibóka var Sigríður Víðis Jónsdóttir tilnefnd fyrir Ríkisfang: Ekkert, Birna Lárusdóttur fyrir Mannvist og Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir Nútímans konur.

Fjöruverðlaunin hafa verið árviss viðburður í fimm ár. Hópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis stofnuðu til þeirra vorið 2007, til eflingar íslenskum kvenrithöfundum.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir