Einar Kárason og Gerður Kristný í Kaupmannahöfn

23. janúar, 2012

Næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20 munu rithöfundarnir Einar Kárason og Gerður Kristný lesa upp úr og ræða verk sín á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Einar Kárason og Gerður Kristný

Næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20 munu rithöfundarnir Einar Kárason og Gerður Kristný lesa upp úr og ræða verk sín á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Einar Kárason og Gerður Kristný eiga það sameiginlegt að hafa hver á sinn sérstæða hátt kafað ofaní ríkan bókmenntaarf miðalda og nýtt sér hann við sköpun verka sinna.

Í skáldsögum sínum Óvinafagnaði og Ofsa glímir Einar Kárason við efni frá Sturlungaöld, þar sem lesendur eru færðir inní hringiðu átaka þessarar valdamiklu ættar, sem ríkti á Íslandi á 13. öld. Að sama skapi sækir Gerður Kristný efni í ljóðasafn sitt Blóðhófnir til Skírnismála.

Á Norðurbryggju munu þau lesa úr og kynna þessi verk sín og ræða mismunandi sjónarhorn og nálgun á því að vinna með texta frá miðöldum. Bókmenntakvöldið er fyrsta í röð fjögurra sem Norðurbryggja hefur skipulagt í samstarfi við PILK (Projektgruppen Islandsk Litteratur i København).

Nánari dagskrá um bókmenntakvöldin má finna á heimasíðu Norðurbryggju: www.bryggen.dk


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir