Einar Kárason og Gerður Kristný í Kaupmannahöfn

23. janúar, 2012

Næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20 munu rithöfundarnir Einar Kárason og Gerður Kristný lesa upp úr og ræða verk sín á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Einar Kárason og Gerður Kristný

Næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20 munu rithöfundarnir Einar Kárason og Gerður Kristný lesa upp úr og ræða verk sín á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Einar Kárason og Gerður Kristný eiga það sameiginlegt að hafa hver á sinn sérstæða hátt kafað ofaní ríkan bókmenntaarf miðalda og nýtt sér hann við sköpun verka sinna.

Í skáldsögum sínum Óvinafagnaði og Ofsa glímir Einar Kárason við efni frá Sturlungaöld, þar sem lesendur eru færðir inní hringiðu átaka þessarar valdamiklu ættar, sem ríkti á Íslandi á 13. öld. Að sama skapi sækir Gerður Kristný efni í ljóðasafn sitt Blóðhófnir til Skírnismála.

Á Norðurbryggju munu þau lesa úr og kynna þessi verk sín og ræða mismunandi sjónarhorn og nálgun á því að vinna með texta frá miðöldum. Bókmenntakvöldið er fyrsta í röð fjögurra sem Norðurbryggja hefur skipulagt í samstarfi við PILK (Projektgruppen Islandsk Litteratur i København).

Nánari dagskrá um bókmenntakvöldin má finna á heimasíðu Norðurbryggju: www.bryggen.dk


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir