Fagurfræði Guðbergs á ensku

25. janúar, 2012

Bók Birnu Bjarnadóttur, Holdið hemur andann: um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar, kemur út í enskri þýðingu í febrúar.

Recesses of the Mind - Guðbergur Bergsson

Bók Birnu Bjarnadóttur Holdið hemur andann: um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar kemur út í enskri þýðingu í febrúar á vegum hins virta háskólaforlags McGill Queen‘s University Press í Montréal.

Ensk þýðing bókarinnar ber heitið Recesses of the Mind: Aesthetics in the Work of Guðbergur Bergsson og markar útgáfa hennar spor í aukinni þekkingu á verkum Guðbergs erlendis. Bókin er brautryðjendaverk í rannsóknum á höfundarverki Guðbergs Bergssonar. Í ritinu er fagurfræði verka hans lesin í samræðu við erlenda fræðimenn og vestræna frásagnarhefð og hugmyndasögu.

Birna Bjarnadóttir lauk doktorsprófi í fagurfræði nútímabókmennta frá Háskóla Íslands. Hún starfar nú við íslenskudeild Manitóbaháskóla og hefur veitt deildinni forstöðu frá árinu 2006.


Tengd umfjöllun:

Bók mánaðarins: Missir eftir Guðberg Bergsson.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir