Stór saga í lítilli bók

6. febrúar, 2012

„Ég er maður hinna smáu forma og smásagnasveigur er einstaklega heillandi form,“ segir Guðmundur Andri Thorsson þegar hann er spurður út í nýjustu bók sína, Valeyrarvalsinn, sem hlotið hefur mikið lof lesenda og gagnrýnenda.

„Ég er maður hinna smáu forma og smásagnasveigur er einstaklega heillandi form,“ segir Guðmundur Andri Thorsson þegar hann er spurður út í  nýjustu bók sína, Valeyrarvalsinn, sem hlotið hefur mikið lof lesenda og gagnrýnenda. Í bókinni skyggnast lesendur inn í veröld íbúa Valeyrar og fá í sextán angurværum frásögnum innsýn í líf þeirra á sömu tveimur mínútunum.

Valeyrarvalsinn-175x276Á titilsíðu segir að Valeyrarvalsinn sé sagnasveigur en það er safn smásagna sem saman mynda eina heild og tengjast allar sterkum böndum. Í tilvikiValeyrarvalsins er það augnablikið og sögusviðið sem bindur frásögnina saman en geta sögurnar ef til vill staðið einar og sér?

„Hugmyndin er sú að sérhver saga geti staðið ein og sér eins og hefðbundin smásaga um leið og hún getur líka verið partur af heildinni,“ segir Guðmundur Andri. „Svo kallast sögurnar á með ýmsu móti. Ein saga fær nýjan endi í annarri sögu: Persóna úr einni sögu er að hringja og í annarri sögu heyrum við þá hringingu. Ein saga endar á flugu sem fer inn um glugga en önnur byrjar á flugu sem kemur inn um glugga. Saman eru allar þessar litlu sögur partur af einni stórri frásögn, sögu þorpsins sem lesandi á að geta sett saman í huganum. Þannig er stór og mikil saga á bak við allt í þessari litlu bók.“

Aðspurður um það hvort hann eigi sér einhverja eftirlætisbók af þessu tagi nefnir Guðmundur Andri Winesburg Ohio eftir Sherwood Anderson frá árinu 1919. „Kunningi minn gaf mér þá bók fyrir mörgum árum og sagði að ég ætti að þýða hana, hún myndi henta mér. Ég gaf ekkert út á það. En kannski er Valeyrarvalsinn sú þýðing eftir allt saman!“


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir