Mikil fjölmiðlaumfjöllun á heiðursárinu

7. febrúar, 2012

Feiknamikil umfjöllun í þýskum fjölmiðlum í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Samanlagt verðgildi nam um það bil þremur milljörðum íslenskra króna.

Úrklippur

Nú er ljóst að umfjöllun í þýskum fjölmiðlum í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt var gríðarleg. Sögueyjan hefur látið taka saman lista yfir næstum eitt þúsund útvarpsþætti, sjónvarpsinnslög, blaðagreinar og greinar í viðurkenndum vefmiðlum þar sem fjallað var um Ísland og íslenskar bókmenntir. Það samsvarar því  að þrisvar sinnum á dag allt árið í fyrra hafi Ísland komið fyrir í þýskum fjölmiðlum. Í þessari samantekt eru minni miðlar á borð við héraðsfréttablöð og svæðisútvörp ekki taldir með og ljóst að umfjöllunin var mun meiri í raun og veru.

Samanlagt verðgildi þrír milljarðar íslenskra króna

Almannatengslafyrirtækið Projekt2508, sem sérhæfir sig í menningartengdum verkefnum og hélt utan um kynningarmál Sögueyjunnar í Þýskalandi, tók saman efnið og lagði um leið mat á verðgildi umfjöllunarinnar með viðurkenndum aðferðum. Samanlagt verðgildi nam um það bil 18,5 milljónum evra sem samsvarar þremur milljörðum íslenskra króna. Þess má geta að heildarframlag ríkissjóðs til Sögueyjunnar nam 300 milljónum króna sem dreifðist á þrjú ár.

Sögueyjan lagði mikla áherslu á góð tengsl við þýska fjölmiðla í aðdraganda Bókasýningarinnar. Hátt í hundrað blaðamenn frá hinum þýskumælandi löndum komu hingað til lands í fyrra og komu margir þeirra á eigin vegum en aðrir á vegum Sögueyjunnar eða þýskra bókforlaga. Sjaldan hefur íslensk menning fengið viðlíka kynningu á erlendri grund.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir