Mikil fjölmiðlaumfjöllun á heiðursárinu

7. febrúar, 2012

Feiknamikil umfjöllun í þýskum fjölmiðlum í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Samanlagt verðgildi nam um það bil þremur milljörðum íslenskra króna.

Úrklippur

Nú er ljóst að umfjöllun í þýskum fjölmiðlum í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt var gríðarleg. Sögueyjan hefur látið taka saman lista yfir næstum eitt þúsund útvarpsþætti, sjónvarpsinnslög, blaðagreinar og greinar í viðurkenndum vefmiðlum þar sem fjallað var um Ísland og íslenskar bókmenntir. Það samsvarar því  að þrisvar sinnum á dag allt árið í fyrra hafi Ísland komið fyrir í þýskum fjölmiðlum. Í þessari samantekt eru minni miðlar á borð við héraðsfréttablöð og svæðisútvörp ekki taldir með og ljóst að umfjöllunin var mun meiri í raun og veru.

Samanlagt verðgildi þrír milljarðar íslenskra króna

Almannatengslafyrirtækið Projekt2508, sem sérhæfir sig í menningartengdum verkefnum og hélt utan um kynningarmál Sögueyjunnar í Þýskalandi, tók saman efnið og lagði um leið mat á verðgildi umfjöllunarinnar með viðurkenndum aðferðum. Samanlagt verðgildi nam um það bil 18,5 milljónum evra sem samsvarar þremur milljörðum íslenskra króna. Þess má geta að heildarframlag ríkissjóðs til Sögueyjunnar nam 300 milljónum króna sem dreifðist á þrjú ár.

Sögueyjan lagði mikla áherslu á góð tengsl við þýska fjölmiðla í aðdraganda Bókasýningarinnar. Hátt í hundrað blaðamenn frá hinum þýskumælandi löndum komu hingað til lands í fyrra og komu margir þeirra á eigin vegum en aðrir á vegum Sögueyjunnar eða þýskra bókforlaga. Sjaldan hefur íslensk menning fengið viðlíka kynningu á erlendri grund.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir