Frankfurt verkefninu fylgt eftir með stuðningi íslenskra fyrirtækja

17. febrúar, 2012

Árangur sem náðst hefur við útbreiðslu íslenskra bókmennta festur í sessi. Sögueyjan lætur að sér kveðja á bókasýningum í vor.

Sögueyjan ÍslandÍ fyrra lauk heiðursári Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt sem þótti takast vel, yfir 200 bækur tengdar Íslandi komu út á þýsku og íslenski sýningarskálinn hlaut einróma lof. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að fylgja verkefninu eftir á þessu ári og festa með því í sessi þann árangur sem náðst hefur við útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis.

Er gert ráð fyrir að Sögueyjan, eins og verkefnið heitir á íslensku, láti að sér kveða á bókasýningum í vor, svo sem í Leipzig, Bologna – þar sem barnabækur eru í brennidepli – og í London. Þar verða íslenskar bækur kynntar fyrir erlendum útgefendum og rækt lögð við þau sambönd sem urðu til vegna vinnunnar í kringum Frankfurt.

Helstu samstarfsaðilar Sögueyjunnar á síðasta ári ætla að leggja henni lið við þessa eftirfylgni. Þannig verður Actavis aðalstyrktaraðili verkefnisins á þessu ári, en aðrir sem ganga til samstarfsins eru Landsbankinn, Icelandair, Prentsmiðjan Oddi og Íslandsstofa. Það er, að dómi forsvarsmanna Sögueyjunnar, sérstakt fagnaðarefni að íslensk fyrirtæki skuli sýna úthald og vilja til að fylgja verkefninu eftir á nýju ári og stuðla þar með að áframhaldandi útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir