Fjöruverðlaunin afhent

20. febrúar, 2012

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Iðnó sunnudaginn 19. febrúar.

Fjöruverðlaunin

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Iðnó sunnudaginn 19. febrúar.

Verðlaun voru veitt í þremur flokkum – fagurbókmenntum, barna- og unglingabókum og fræðibókum. Oddný Eir Ævarsdóttir hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Jarðnæði (útgefandi Bjartur). Í flokki barna- og unglingabóka fékk Margrét Örnólfsdóttir verðlaun fyrir bókina Með heiminn í vasanum (útgefandi Bjartur) og Birna Lárusdóttir varð hlutskörpust í flokki fræðirita með bókina Mannvist (útgefandi Opna).  

Fjölmargir gestir lögðu leið sína á hátíðina en áður en að verðlaunaafhendingunni kom söng Ljótikór nokkur lögð við feiknar góðar undirtekir og heiðursgestur hátíðarinnar, Sandi Toksvig, þekktur rithöfundur, grínisti og dagskrárgerðarmaður frá Bretlandi, hélt ræðu og svaraði spurningum úr sal.

Tengt efni:

Bók mánaðarins: Jarðnæði, viðtal við Oddnýju Eir Ævarsdóttur.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir