Sögueyjan hlýtur gullverðlaun þýska bókamarkaðarins

16. mars, 2012

Sögueyjan fær þýsku bókamarkaðsverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bókasýningunni í Leipzig.

Föstudaginn 16. mars tók Sögueyjan á móti þýsku bókamarkaðsverðlaununum, BuchMarkt-Award, sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bókasýningunni í Leipzig.

PavillionVerðlaunin eru veitt fyrir best heppnaða markaðsstarfið  á þýskum bókamarkaði árið 2011. Það er fagblaðið BuchMarkt sem stendur að verðlaununum, í samvinnu við Bókasýninguna í Leipzig, stórblaðið Die Welt og Mohn media, sem er hluti Bertelsmann samsteypunnar. Verðlaunin eru veitt í nokkrum flokkum og eru ýmist gull, silfur eða brons.

Að þessu sinni voru veitt alls 19 verðlaun, en aðeins tvenn gullverðlaun, og komu önnur þeirra í hlut Sögueyjunnar. Þótti framganga Íslands í Frankfurt sérlega vel heppnuð, en þess má geta að Saga Film hannaði íslenska skálann en Fíton sá um útlit verkefnisins að öðru leyti.

Verkefnisstjóri Sögueyjunnar, Halldór Guðmundsson, veitti verðlaununum viðtöku að viðstöddum sendiherra Íslands í Þýskalandi, Gunnari Snorra Gunnarssyni, auk fjölmargra annarra gesta.

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir