Sögueyjan hlýtur gullverðlaun þýska bókamarkaðarins

16. mars, 2012

Sögueyjan fær þýsku bókamarkaðsverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bókasýningunni í Leipzig.

Föstudaginn 16. mars tók Sögueyjan á móti þýsku bókamarkaðsverðlaununum, BuchMarkt-Award, sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bókasýningunni í Leipzig.

PavillionVerðlaunin eru veitt fyrir best heppnaða markaðsstarfið  á þýskum bókamarkaði árið 2011. Það er fagblaðið BuchMarkt sem stendur að verðlaununum, í samvinnu við Bókasýninguna í Leipzig, stórblaðið Die Welt og Mohn media, sem er hluti Bertelsmann samsteypunnar. Verðlaunin eru veitt í nokkrum flokkum og eru ýmist gull, silfur eða brons.

Að þessu sinni voru veitt alls 19 verðlaun, en aðeins tvenn gullverðlaun, og komu önnur þeirra í hlut Sögueyjunnar. Þótti framganga Íslands í Frankfurt sérlega vel heppnuð, en þess má geta að Saga Film hannaði íslenska skálann en Fíton sá um útlit verkefnisins að öðru leyti.

Verkefnisstjóri Sögueyjunnar, Halldór Guðmundsson, veitti verðlaununum viðtöku að viðstöddum sendiherra Íslands í Þýskalandi, Gunnari Snorra Gunnarssyni, auk fjölmargra annarra gesta.

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir