Jón Kalman tilnefndur til ítalskra bókmenntaverðlauna

12. apríl, 2012

Jón Kalman Stefánsson hefur verið tilnefndur til  hinna virtu ítölsku bókmenntaverðlauna Premi Bottari Lattes Grinzane.

Jón KalmanJón Kalman Stefánsson hefur verið tilnefndur til  hinna virtu ítölsku bókmenntaverðlauna Premio Bottari Lattes Grinzane.

Himnaríki og helvíti kom út á ítölsku í þýðingu Silviu Cosimini í fyrra. Fyrsta upplag bókarinnar – 5 þúsund eintök –  er uppselt og annað á leiðinni. Annað bindi þríleiksins, Harmur englanna, er væntanlegt á ítölsku í haust og mun Jón Kalman halda til Ítalíu og fylgja útgáfunni eftir með upplestrum og uppákomum.

Auk Jóns Kalmans eru tvær ítalskar skáldkonur tilnefndar, þær Laura Pariani og Romana Petri. Verðlaunin  þykja með þeim virðulegri á Ítalíu og voru þau upphaflega stofnuð til að hvetja ungt fólk til aukins lesturs. Því munu ungir lesendur, á aldrinum 14-19 ára, greiða atkvæði og ráða úrslitum um hver þessara þriggja höfunda hlýtur aðalverðlaunin, en verðlaunahafar verða kunngjörðir þann 13. október á þessu ári.

Þýðingarréttur að lokabindi þríleiksins, Hjarta mannsins, hefur verið seldur til Tékklands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Þýskalands og Hollands, og eru fleiri samningar í bígerð.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir