Gyrðir tilnefndur til Jean Monnet-verðlaunanna í Frakklandi

13. apríl, 2012

Í vikunni var tilkynnt hvaða höfundar hljóta tilnefningu til Jean Monnet bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.

Gyrðir ElíassonÍ vikunni var tilkynnt hvaða höfundar hljóta tilnefningu til Jean Monnet bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi. Verðlaunin heita á frönsku le Prix Jean-Monnet de Littératures Européennes og hljóta tíu höfundar tilnefningu. Tilnefnd verk eru ýmist skrifuð eða þýdd á frönsku.

Gyrðir Elíasson er tilnefndur fyrir smásagnasafnið Milli trjánna sem kom út í franskri þýðingu Robert Guillemette hjá Books Éditions nú í byrjun apríl. Meðal annarra höfunda sem eru tilnefndir til verðlaunanna í ár má nefna hina þýsku Judith Hermann, Julian Barnes frá Bretlandi og Patrick Chamoiseau frá Martíník. Verðlaunin verða afhent á evrópskri bókmenntahátíð sem fram fer í Cognac í Frakklandi dagana 15.-18. nóvember. Verðlaunin hafa verið veitt síðan 1995 og meðal fyrri verðlaunahafa eru höfundar á borð við  Hans Magnus Enzensberger, J. G. Ballard og Jorge Semprún.

Bækur Gyrðis njóta mikillar velgengni í þýðingum þessi dægrin. Skemmst er að minnast Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2011 sem hann hlaut fyrir sömu bók, Milli trjánna, en hún hefur nú komið út í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, auk Frakklands, og hlotið afbragðsdóma. Þá hafa bækur Gyrðis, Gangandi íkorni og Sandárbókin, nýlega komið út á þýsku og hlotið mikið lof gagnrýnenda og lesenda.

Frétt um verðlaunin í frönskum miðlum má nálgast hér.




Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir