Rökkurbýsnir í lokaúrvali breskra bókmenntaverðlauna

13. apríl, 2012

Ensk þýðing skáldsögunnar Rökkurbýsnir eftir Sjón hefur komist í lokaúrval bresku bókmenntaverðlaunanna Independent Foreign Fiction Prize.

rokkurbysnir.engEnsk þýðing skáldsögunnar Rökkurbýsnir eftir Sjón hefur komist í lokaúrval bresku bókmenntaverðlaunanna Independent Foreign Fiction Prize. Bókin kom út á ensku í fyrra hjá bókaforlaginu Telegram, undir titlinum From the Mouth of the Whale í þýðingu Victoriu Cribb, og hefur hlotið afbragðsdóma hjá breskum bókmenntagagnrýnendum.

Fimmtán tilnefndar bækur voru tilkynntar í mars síðastliðnum. Nú hefur listinn verið tálgaður niður í sex titla og hafa ekki ómerkari rithöfundar en Haruki Murakami, Amos Oz og Peter Nadas heltst úr lestinni. Meðal annarra rithöfunda sem hafa náð hafa inn í lokaúrvalið auk Sjóns eru Umberto Eco, Judith Hermann og Diego Marani.

Verðlaunin eru veitt þýddum skáldverkum sem þykja hafa skarað fram úr á breskum bókamarkaði á liðnu ári. Þau eru einstök að því leyti að höfundurinn og þýðandinn deila hróðrinum jafnt og undirstrika því mikilvægi þýðinga í að brúa bilið milli tungumála og menningarheima. Höfundurinn og þýðandinn sem bera að lokum sigur úr býtum hljóta að launum 5000 pund hvor, auk forláta kampavínsflösku samkvæmt tilkynningu verðlaunanefndar.

Frekari upplýsingar um verðlaunin má nálgast  hér.

Viðtal Sögueyjunnar við Sjón, þar sem rætt eru um bókina, má lesa hér.

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir