Útrásin sem tókst? – Málþing í Norræna húsinu

16. apríl, 2012

Föstudaginn 20. apríl verður haldið málþing í Norræna húsinu í tilefni af viku bókarinnar.

Útrásin sem tókst? - Málþing í Norræna húsinuFöstudaginn 20. apríl verður haldið málþing í Norræna húsinu í tilefni af viku bókarinnar. Yfirskrift þess er „Útrásin sem tókst? – Íslenskar bókmenntir erlendis“ og hefst það klukkan fjögur.

Stuttar framsögur flytja Laure Leroy, hjá forlaginu Zulma í Frakklandi, sem mun segja frá viðtökum Afleggjarans, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, en þær fóru fram úr björtustu vonum þar í landi. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur flytur erindi sem hann nefnir: „Erum við ekki alveg örugglega frábær?“ Coletta Bürling, sem hefur þýtt fjölda íslenskra bókmenntaverka á þýsku, nefnir framlag sitt „Þjóðarsálin í þýskum búningi“ og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur sitt „Nýtt land í norrænum bókmenntum – Útrás íslenskra bókmennta um aldamótin 1900.“

Að loknum framsögum verða pallborðsumræður um íslenskar bókmenntir erlendis með þátttöku Einars Más Guðmundssonar, sem nýlega hlaut verðlaun Sænsku akademíunnar fyrir höfundarverk sitt, Hólmfríðar Matthíasdóttur, sem stýrir réttindasölu Forlagsins, Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bókmenntasjóðs og Péturs Más Ólafssonar, útgefanda hjá Bjarti-Veröld.

Að málþinginu loknu verður boðið upp á léttar veitingar. Málþingið er haldið af Sögueyjunni, sem hélt utan um þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í fyrra, í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda, með stuðningi Landsbankans.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir