Kristín Ómarsdóttir mærð í Vesturheimi

18. apríl, 2012

„Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til að birtast á ensku ætti ekki að verða sú síðasta,“ segir bandarískur gagnrýnandi um nýútkomna enska þýðingu skáldsögunnar Hér.

Children in Reindeer WoodsSkáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, kom nýverið út enskri þýðingu hjá bandarísku útgáfunni Open Letter Books og hafa dómar um bókina tekið að birtast í þarlendum miðlum. Bókin nefnist Children in Reindeer Woods í þýðingu Lytton Smith.

New York Times birti um helgina dóm rithöfundarins Helen Oyeyemi um bókina, sem segir hana vera góða kynningu á verkum Kristínar. „Hæfileikar hennar sem leik- og ljóðskáld eru greinilegir ... bókin er áræðin og skringileg.“

Bókmenntatímaritið Kirkus Reviews hefur einnig birt jákvæðan dóm um bókina, þar sem segir að hún minni á hið sígilda skáldverk Catch 22, eftir Joseph Heller. „[Hér er] bókmenntaleg táknsaga, smekkfull af sammannlegum sannleika og fjarstæðum ... Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til að birtast á ensku ætti ekki að verða sú síðasta.“

Kristín Ómarsdóttir er annar íslenski rithöfundurinn til að koma út hjá forlaginu Open Letter Books, en hjá því hafa áður komið út tvær skáldsögur Braga Ólafssonar í enskum þýðingum, Sendiherrann og Gæludýrin. Forlagið hefur einnig keypt þýðingarréttinn að skáldsögunni Síðustu dagar móður minnar, eftir Sölva Björn Sigurðsson.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir