Kristín Ómarsdóttir mærð í Vesturheimi

18. apríl, 2012

„Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til að birtast á ensku ætti ekki að verða sú síðasta,“ segir bandarískur gagnrýnandi um nýútkomna enska þýðingu skáldsögunnar Hér.

Children in Reindeer WoodsSkáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, kom nýverið út enskri þýðingu hjá bandarísku útgáfunni Open Letter Books og hafa dómar um bókina tekið að birtast í þarlendum miðlum. Bókin nefnist Children in Reindeer Woods í þýðingu Lytton Smith.

New York Times birti um helgina dóm rithöfundarins Helen Oyeyemi um bókina, sem segir hana vera góða kynningu á verkum Kristínar. „Hæfileikar hennar sem leik- og ljóðskáld eru greinilegir ... bókin er áræðin og skringileg.“

Bókmenntatímaritið Kirkus Reviews hefur einnig birt jákvæðan dóm um bókina, þar sem segir að hún minni á hið sígilda skáldverk Catch 22, eftir Joseph Heller. „[Hér er] bókmenntaleg táknsaga, smekkfull af sammannlegum sannleika og fjarstæðum ... Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til að birtast á ensku ætti ekki að verða sú síðasta.“

Kristín Ómarsdóttir er annar íslenski rithöfundurinn til að koma út hjá forlaginu Open Letter Books, en hjá því hafa áður komið út tvær skáldsögur Braga Ólafssonar í enskum þýðingum, Sendiherrann og Gæludýrin. Forlagið hefur einnig keypt þýðingarréttinn að skáldsögunni Síðustu dagar móður minnar, eftir Sölva Björn Sigurðsson.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir