Húslestrar á Listahátíð 2012

18. apríl, 2012

Sem fyrr bjóða íslenskir höfundar heim í húslestra á Listahátíð í Reykjavík. Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku

Listahátíð í Reykjavík 2012Listahátíð í Reykjavík verður haldin 18. maí til 3. Júní, þar sem boðið verður upp á kynstrin öll af spennandi menningarviðburðum.

Sem fyrr bjóða íslenskir höfundar heim í húslestra, en þetta er í fjórða sinn sem gestum gefst færi á að heyra og sjá uppáhaldshöfund sinn á Listahátíð.

Höfundar opna dyr sínar upp á gátt og halda húslestra á heimilum sínum. Hver viðburður er einstakur og aðeins fá sæti í boði. Í húslestrunum ægir öllu saman; ljóðum, sögubrotum, barnabókmenntum, útgefnu efni og nýskrifuðu.

Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku. Það eru þau Einar Kárason, Yrsa Sigurðardóttir og Kristín Marja Baldursdóttir  sem bjóða í húslestra sem fram fara á þýsku, eftir góðar viðtökur í haust þegar Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Þýskir húslestrar fara fram í samstarfi við Sögueyjuna.

Nálgast má dagskrá húslestranna og miðasölu á heimasíðu Listahátíðar í Reykjavíkur.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir