Húslestrar á Listahátíð 2012

18. apríl, 2012

Sem fyrr bjóða íslenskir höfundar heim í húslestra á Listahátíð í Reykjavík. Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku

Listahátíð í Reykjavík 2012Listahátíð í Reykjavík verður haldin 18. maí til 3. Júní, þar sem boðið verður upp á kynstrin öll af spennandi menningarviðburðum.

Sem fyrr bjóða íslenskir höfundar heim í húslestra, en þetta er í fjórða sinn sem gestum gefst færi á að heyra og sjá uppáhaldshöfund sinn á Listahátíð.

Höfundar opna dyr sínar upp á gátt og halda húslestra á heimilum sínum. Hver viðburður er einstakur og aðeins fá sæti í boði. Í húslestrunum ægir öllu saman; ljóðum, sögubrotum, barnabókmenntum, útgefnu efni og nýskrifuðu.

Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku. Það eru þau Einar Kárason, Yrsa Sigurðardóttir og Kristín Marja Baldursdóttir  sem bjóða í húslestra sem fram fara á þýsku, eftir góðar viðtökur í haust þegar Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Þýskir húslestrar fara fram í samstarfi við Sögueyjuna.

Nálgast má dagskrá húslestranna og miðasölu á heimasíðu Listahátíðar í Reykjavíkur.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir