Hollensk þýðing Snorra-Eddu verðlaunuð

3. maí, 2012

Þýðandinn Marcel Otten hlaut nýverið hollensk þýðingarverðlaun fyrir þýðingu sína á Snorra-Eddu. Verðlaunin eru veitt þýðingum sem þykja skara fram úr á hollenskum bókamarkaði.

Hollensk þýðing Snorra-EdduÞýðandinn Marcel Otten hlaut nýverið hollensk þýðingarverðlaun fyrir þýðingu sína á Snorra-Eddu sem kom út í innbundinni útgáfu hjá forlaginu Athenaeum-Polak & Van Gennep í fyrra með styrkveitingu frá Bókmenntasjóði og Stofnunar Sigurðar Nordals. Verðlaunin eru veitt þýðingum sem þykja skara fram úr á hollenskum bókamarkaði.

Marcel Otten hefur um árabil þýtt íslenskar forn- og nútímabókmenntir á hollensku. Árið 2010 hlaut hann styrk kenndan við Snorra Sturluson frá Árnastofnun en styrkurinn er veittur árlega erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til dvalar á Íslandi í því skyni að kynnast íslenskri tungu og menningu. Dvölina nýtti hann til að þýða Gerplu Halldórs Laxness á hollensku og kom hún út hjá bókaforlaginu De Geus í fyrra. Áður hefur hann þýtt sex aðrar skáldsögur eftir Nóbelskáldið.

Meðal annarra nýlegra þýðinga hans má nefna Himnaríki og helvíti og Harm Englanna eftir Jón Kalman Stefánsson, Óreiðu á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Argóarflísina eftir Sjón  og bækur Arnaldar Indriðasonar.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir