Bókmenntaviðburðir á Menningarnótt

16. ágúst, 2012

Menningarnótt verður haldin í sautjánda sinn þann 18. ágúst. Menningarlíf borgarinnar tekur við það mikinn fjörkipp á og verður hægt að velja úr fjölbreyttum bókmenntaviðburðum í miðborg Reykjavíkur.

MMenningarnóttenningarnótt verður haldin í sautjánda sinn þann 18. ágúst. Menningarlíf borgarinnar tekur við það mikinn fjörkipp á og verður hægt að velja úr fjölbreyttum bókmenntaviðburðum í miðborg Reykjavíkur.

Í Hörpu býður Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO upp á þríþætta dagskrá á Norðurbakka á 1. hæð hússins, sem tileinkuð er borgarbókmenntum í víðum skilningi með upplestrum rithöfunda og skálda, uppistandi og tónlist. Frekari upplýsingar um dagskrána og tímasetningar má nálgast á heimasíðu bókmenntaborgarinnar. Í Hörpu mun einnig ljósmyndasýning Bókmenntahátíðar Reykjavíkur prýða veggi hússins, þar sem brugðið verður upp myndum af höfundum sem hafa heimsótt hátíðina á liðnum árum.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld og tónlistarmaður, flytur blandaða menningardagskrá á heimili sínu að Skólavörðustíg 27, kl. 16:00 - 16:40 og 22:00 - 22:40, undir yfirskriftinni „Skáldanótt á Menningarnóttt“. Þar munu ljóð og söngvar fléttast saman og óvæntum gestum bregða fyrir.

Félagar ljóðaklúbbsins Hási Kisi standa fyrir óvenjulegum viðburði þar sem skáld munu selja sig við rauðan ljósbjarma í gluggum að Hafnarstræti 17 frá kl. 16:00 til 20:00. Gegn táknrænni greiðslu geta vegfarendur fengið aðgang að tilfinningalífi skáldanna sem lesa frumsamin ljóð eftir því sem greitt er. Þetta er í fyrsta sinn sem Hási Kisi stendur fyrir viðburði á höfuðborgarsvæðinu en hópurinn hefur áður staðið fyrir viðburðum á Egilsstöðum, Borgarfirði eystra og Akureyri. Meðlimir klúbbsins eru þau Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell Lárusson, Stefán Bogi Sveinsson og Ingunn Snædal.

Ljóðahópur Gjábakka flytur ljóðadagskrá í Mæðragarðinum við Lækjargötu kl. 13:00 - 13:30, við Vatnsberann kl. 13:45 -14:15, í Fógetagarðinum kl. 14:30 - 15:00, í Ráðhúsinu kl. 15:15 - 15:45 og í Hljómskálagarðinum við styttu Tómasar Guðmundssonar kl. 16:00 - 16:30. Hópurinn var stofnaður árið 1999 og hefur frá upphafi starfað í Gjábakka, sem er félagsheimili sérstaklega ætluðu eldra fólki í Kópavogi. Hópurinn hefur gefið út 12 ljóðabækur og flutt ljóðadagskrár víða um land.

Það er úr miklu að velja og um að gera að heimsækja heimasíðu Menningarnætur til að glöggva sig á þeim fjölmörgu viðburðum og skemmtunum sem boðið verður upp á í borginni.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir