Allt er gott sem endar vel…..

14. maí, 2009

Sendiherrann, bók Braga Ólafssonar, komin út á þýsku hjá S. Fischer forlaginu

SendiherrannBók Braga Ólafssonar Sendiherrann er nú komin út á þýsku en það er S. Fischer forlagið sem gefur hana út í þýðingu Tinu Flecken. Sendiherrann eða  Der Botschafter er önnur bók Braga sem kemur út á þýsku, sú fyrri Gæludýrin eða Haustiere, kom út árið 2005.

Sagan segir af íslenska ljóðskáldinu Sturlu Jóni Jónssyni og lýsir glímu hans við hinn miður ljóðræna raunveruleika, en einnig baráttu hans við glæpamanninn sem býr í okkur öllum. Hinn menningarlegi sendiherra lands síns þarf að bregðast við óvæntum áföllum á erlendri grund, en einnig gleðilegum eins og kynnunum af skáldkonunni Liliyu Boguinskaia, og hann þarf að kljást við þá ógn sem hans eigin sköpun hefur í för með sér – þau þungu sannindi að til að vera við sjálf þurfum við að stela frá öðrum.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir