Jón Kalman í Ítalíu

12. september, 2012

„Á Ítalíu er ástríða fyrir bókmenntum,“ segir rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson sem er nýlentur eftir að hafa tekið þátt í Bókmenntahátíðinni í Mantova á Ítalíu þar sem hann var á meðal hundrað annarra höfunda. 

„Á Ítalíu er ástríða fyrir bókmenntum,“ segir rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson sem er nýlentur eftir að hafa tekið þátt í Bókmenntahátíðinni í Mantova á Ítalíu þar sem hann var á meðal hundrað annarra höfunda.  „Ítölum finnst að bókmenntirnar eigi að skipta máli, og ég fann sannarlega fyrir því í Mantova. Ég var í höfundaspjalli fyrir hádegi einn daginn og það komu meira en 300 manns að hlusta á mig.“

Bók Jóns Kalmans, Harmur englanna kom út hjá ítalska forlaginu Iperborea á dögunum en þeir gefa út fleiri íslenska höfunda, til dæmis Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, Thor Vilhjálmsson, Einar Má Guðmundsson og Halldór Laxness. Í tilefni útgáfunnar fór Jón Kalman til Ítalíu þar sem hann, auk þess að taka þátt í Bókmenntahátíðinni í Mantova, kom líka fram í Genoa og í Como og fór í fjölda viðtala við útvarp og dagblöð. „Þetta er gríðarlega flott forlag“ segir Jón Kalman, „ég var eins og blómi í eggi því þau stjönuðu við mig á allan hátt.“

„Bókmenntahátíðin í Mantova er alveg sérstök“ bætir Jón Kalman við, „Það eru ekki allir Ítalir sem lesa bókmenntir, en þeir sem lesa, lesa mjög mikið. Það endurspeglaðist á hátíðinni sem var eiginlega eins og hátíð lesenda. Fólk flykktist til borgarinnar, sem hefur álíka íbúafjölda og Reykjavík, hvaðanæva að á Ítalíu og fyllti alla sali þar sem höfundar lásu og spjölluðu. Þetta var frábær upplifun og lífið verður betra þegar maður fær að taka þátt í svona hátíðum.“


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir