Ísland í Frankfurt 2012

8. október, 2012

Eitt ár er nú liðið frá því Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Sú heimilislega stemning sem ríkti heiðursskálanum í fyrra verður endursköpuð í smærri mynd á íslenska standinum í ár.

Íslenski standurinn - Bókasýningin í Frankfurt 2012Eitt ár er nú liðið frá því Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Venju samkvæmt eru bókmenntir einnar þjóðar, eða málsvæðis, í brenndepli hverju sinni og í ár er Nýja-Sjáland í kastljósinu. Á næsta ári verður Brasilía heiðursgestur og árið 2014 skipa finnskar bókmenntir heiðurssessinn. 

Í ár stendur Bókasýningin í Frankfurt yfir frá 10.-14. október og verða íslenskir bókaútgefendur með stand í höll 5 (5.0 A933) þar sem sú heimilislega stemning sem ríkti í íslenska heiðursskálanum í fyrra verður endursköpuð í smærri mynd.

Ísland mun koma við sögu í heiðursskála Nýsjálendinga á meðan á sýningunni stendur. Á miðvikudeginum kl. 15:30 munu Sigtryggur Magnason, ljóð- og leikskáld, og Bill Manhire, eitt helsta ljóðskáld Nýsjálendinga, ræða um sögur landanna tveggja og hvernig heiðursþátttaka á Bókasýningunni í Frankfurt getur hjálpað við að miðla þeim víðar. Dagskráin hefur hlotið nafnið „New Zealand - Iceland with trees?“ og mun Thomas Böhm, fyrrum liðsmaður Sögueyjunnar, stýra umræðunum.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir