Ísland í Frankfurt 2012

8. október, 2012

Eitt ár er nú liðið frá því Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Sú heimilislega stemning sem ríkti heiðursskálanum í fyrra verður endursköpuð í smærri mynd á íslenska standinum í ár.

Íslenski standurinn - Bókasýningin í Frankfurt 2012Eitt ár er nú liðið frá því Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Venju samkvæmt eru bókmenntir einnar þjóðar, eða málsvæðis, í brenndepli hverju sinni og í ár er Nýja-Sjáland í kastljósinu. Á næsta ári verður Brasilía heiðursgestur og árið 2014 skipa finnskar bókmenntir heiðurssessinn. 

Í ár stendur Bókasýningin í Frankfurt yfir frá 10.-14. október og verða íslenskir bókaútgefendur með stand í höll 5 (5.0 A933) þar sem sú heimilislega stemning sem ríkti í íslenska heiðursskálanum í fyrra verður endursköpuð í smærri mynd.

Ísland mun koma við sögu í heiðursskála Nýsjálendinga á meðan á sýningunni stendur. Á miðvikudeginum kl. 15:30 munu Sigtryggur Magnason, ljóð- og leikskáld, og Bill Manhire, eitt helsta ljóðskáld Nýsjálendinga, ræða um sögur landanna tveggja og hvernig heiðursþátttaka á Bókasýningunni í Frankfurt getur hjálpað við að miðla þeim víðar. Dagskráin hefur hlotið nafnið „New Zealand - Iceland with trees?“ og mun Thomas Böhm, fyrrum liðsmaður Sögueyjunnar, stýra umræðunum.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir