Ísland í Frankfurt 2012

8. október, 2012

Eitt ár er nú liðið frá því Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Sú heimilislega stemning sem ríkti heiðursskálanum í fyrra verður endursköpuð í smærri mynd á íslenska standinum í ár.

Íslenski standurinn - Bókasýningin í Frankfurt 2012Eitt ár er nú liðið frá því Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Venju samkvæmt eru bókmenntir einnar þjóðar, eða málsvæðis, í brenndepli hverju sinni og í ár er Nýja-Sjáland í kastljósinu. Á næsta ári verður Brasilía heiðursgestur og árið 2014 skipa finnskar bókmenntir heiðurssessinn. 

Í ár stendur Bókasýningin í Frankfurt yfir frá 10.-14. október og verða íslenskir bókaútgefendur með stand í höll 5 (5.0 A933) þar sem sú heimilislega stemning sem ríkti í íslenska heiðursskálanum í fyrra verður endursköpuð í smærri mynd.

Ísland mun koma við sögu í heiðursskála Nýsjálendinga á meðan á sýningunni stendur. Á miðvikudeginum kl. 15:30 munu Sigtryggur Magnason, ljóð- og leikskáld, og Bill Manhire, eitt helsta ljóðskáld Nýsjálendinga, ræða um sögur landanna tveggja og hvernig heiðursþátttaka á Bókasýningunni í Frankfurt getur hjálpað við að miðla þeim víðar. Dagskráin hefur hlotið nafnið „New Zealand - Iceland with trees?“ og mun Thomas Böhm, fyrrum liðsmaður Sögueyjunnar, stýra umræðunum.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir