Skáldabekkir í bókmenntaborginni

6. nóvember, 2012

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur tileinkað tiltekna borgarbekki í Reykjavík íslenskum skáldskap. Þar gefst vegfarendum kostur á að tylla sér niður og hlýða á upplestra með hjálp nútímatækni.

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur tileinkað tiltekna borgarbekki í Reykjavík íslenskum skáldskap. Bekkirnir eru fjórtán talsins og þar gefst vegfarendum kostur á að tylla sér niður og hlýða á upplestur úr íslenskum bókmenntum, bæði á íslensku og ensku.

Upplestrana má nálgast með því að skanna rafrænan kóða á bekkjunum með snjallsíma. Upplestrarnir liggja á snjallsímavef Bókmenntaborgarinnar, en þar er einnig hægt að nálgast ítarefni um aðrar bókmenntamerkingar í Reykjavík ásamt rafrænum bókmenntagöngum og bókmenntakorti.

Bekkina má finna víða um borgina. Fjórir þeirra eru við styttur skáldanna Jónasar Hallgrímssonar, Tómasar Guðmundssonar, Einars Benediktssonar og Þorsteins Erlingssonar.

Núlifandi skáld eiga sér einnig bekki og lesa þau öll upp úr verkum sínum á íslensku. Þar má nefna Braga Ólafsson, Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur og Þórarinn Eldjárn.

Skáldabekkirnir eru samstarfsverkefni Bókmenntaborgar, Símans og Rás 1 Ríkisútvarpsins.

Frekari upplýsingar um bekkina og aðrar bókmenntalegar umhverfismerkingar í Reykjavík má nálgast á heimasíðu Bókmenntaborgar.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir