Skáldabekkir í bókmenntaborginni

6. nóvember, 2012

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur tileinkað tiltekna borgarbekki í Reykjavík íslenskum skáldskap. Þar gefst vegfarendum kostur á að tylla sér niður og hlýða á upplestra með hjálp nútímatækni.

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur tileinkað tiltekna borgarbekki í Reykjavík íslenskum skáldskap. Bekkirnir eru fjórtán talsins og þar gefst vegfarendum kostur á að tylla sér niður og hlýða á upplestur úr íslenskum bókmenntum, bæði á íslensku og ensku.

Upplestrana má nálgast með því að skanna rafrænan kóða á bekkjunum með snjallsíma. Upplestrarnir liggja á snjallsímavef Bókmenntaborgarinnar, en þar er einnig hægt að nálgast ítarefni um aðrar bókmenntamerkingar í Reykjavík ásamt rafrænum bókmenntagöngum og bókmenntakorti.

Bekkina má finna víða um borgina. Fjórir þeirra eru við styttur skáldanna Jónasar Hallgrímssonar, Tómasar Guðmundssonar, Einars Benediktssonar og Þorsteins Erlingssonar.

Núlifandi skáld eiga sér einnig bekki og lesa þau öll upp úr verkum sínum á íslensku. Þar má nefna Braga Ólafsson, Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur og Þórarinn Eldjárn.

Skáldabekkirnir eru samstarfsverkefni Bókmenntaborgar, Símans og Rás 1 Ríkisútvarpsins.

Frekari upplýsingar um bekkina og aðrar bókmenntalegar umhverfismerkingar í Reykjavík má nálgast á heimasíðu Bókmenntaborgar.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir