Íslensku barnabókaverðlaunin

8. nóvember, 2012

Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Hrafnsauga.

Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Hrafnsauga.

Bókin fjallar um Breka, Sirju og Ragnar, sem ættu að njóta seinustu áhyggjulausu daganna í sumarsólinni en framtíðin ber annað í skauti sér. Án þess að friðsælir þorpsbúarnir viti af því hefur óstöðvandi atburðarás verið hrundið af stað. Forn öfl sem eitt sinn steyptu heiminum í aldalanga nótt hafa vaknað og manngálkn þeirra eru aftur farin á stjá.


Hrafnsauga er fyrsta bókin í þríleik sem nefnist Þriggja heima saga, sagnaflokkur þar sem blóðgaldrar, leyndarmál og gleymdar óvættir ógna veröldinni. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundanna.

Kjartan og Snæbjörn eru báðir fæddir árið 1984. Kjartan er bókmenntafræðingur og Snæbjörn er leikhúsfræðingur.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Austurbæjarskóla í Reykjavík. Alls bárust ríflega sextíu handrit til dómnefndar og hljóta vinningshafarnir hálfa milljón króna í verðlaun.

Að verðlaununum standa fjölskylda rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar, barnavinafélagið Sumargjöf og Ibby á Íslandi.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir