Auður Ava í Normandí

27. nóvember, 2012

Auður Ava Ólafsdóttir var nýverið gestur listahátíðarinnar Les Boréales, sem haldin er ár hvert í nóvember í Caen í Normandí, Frakklandi, og er helguð norrænum bókmenntum og listum.

Auður Ava Ólafsdóttir var nýverið gestur listahátíðarinnar Les Boréales, sem haldin er ár hvert í nóvember í Caen í Normandí, Frakklandi, og er helguð norrænum bókmenntum og listum. Á hátíðinni ræddi Gérard Meudal, blaðamaður Le Monde, við Auði um Rigningu í nóvember sem kom út í franskri þýðingu Catherine Eyjólfsson í haust. Viðtalið fór fram í stórum sal, sem rúmaði 400 sæti og var fullt út úr dyrum. Daginn áður hafði Auður lesið upp úr Rigningu í nóvember í Ráðhúsinu í Cherbourg, setið fyrir svörum áhugasamra lesenda og áritað bækur sínar.


Undantekningin – de arte poetica

Nýjasta skáldsaga Auðar Övu, Undantekningin, kom út fyrr í nóvember hér á landi og hafa gagnrýnendur verið lukkulegir með hana. Þröstur Helgason og Friðrika Benónýsdóttir, gagnrýnendur Kiljunnar voru hrifin af bókinni. „Mér finnst þetta mjög gott,“ sagði Þröstur, og hrósaði því hvernig skáldskapur og veruleiki og skáldskapur og vísindi fléttuðust saman í skáldsögunni. „Mjög skemmtileg bók, rosalega vel gert,“ sagði Friðrika, „svona bók sem maður getur lesið aftur og aftur.“ Fríða Björk Ingvarsdóttir, í útvarpsþættinum Víðsjá, var einnig ánægð: „[Auður] hefur einstakt lag á því að skapa bæði forvitnilegar og margræðar persónur - undantekningar frá svipmóti klisjunnar.“

Undantekningin er fjórða skáldsaga Auðar Övu og fjallar um Maríu, hjálparstarfsmann sem þarf að takast á við þá kollsteypu að missa eiginmann sinn til annars karlmanns. María leitar ráða hjá nágranna sínum, dvergnum Perlu sem leggur stund á hjónabandsráðgjöf og ritstörf, og tekur til við að endurskoða fortíð sína og framtíð. Frönsk þýðing bókarinnar er væntanleg hjá bókaforlaginu Zulma næsta haust.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir