Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

30. nóvember, 2012

Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013 fyrir Íslands hönd.

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs liggja nú fyrir og eru það höfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason sem eru tilnefndir fyrir Íslands hönd. Hallgrímur er tilnefndur fyrir skáldsöguna Konan við 1000° og Guðmundur Andri fyrir sagnasveiginn Valeyrarvalsinn.

Tilkynnt verður um verðlaunahafann á þingi Norðurlandaráðs í Osló í lok október á næsta ári. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum, eða um sjö milljónum íslenskra króna. Norska skáldið Merethe Lindstrøm hlaut síðast verðlaunin, þar áður fékk Gyrðir Elíasson þau fyrir smásagnasafnið Milli trjánna.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt allt frá árinu 1962, og eru ætluð til þess að vekja athygli og auka áhuga á bókmenntum og tungumálum Norðurlandanna.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir