Miðstöð íslenskra bókmennta

4. febrúar, 2013

Bókmenntasjóður og Sögueyjan Ísland sameinuð.

MIÐSTÖÐ ÍSLENSKRA BÓKMENNTA TEKUR TIL STARFA

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú verið sett á stofn með lögum sem afgreidd voru frá Alþingi í desember síðastliðnum.

Við stofnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sameinast Bókmenntasjóður og verkefnið Sögueyjan Ísland, (Sagenhaftes Island). 

Hlutverk Miðstöðvarinnar er að styrkja útgáfu íslenskra ritverka og útgáfu erlendra bókmennta á íslensku. Jafnframt er hlutverk hennar að kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra - og efla bókmenningu á Íslandi.

Stjórn nýrrar Miðstöðvar íslenskra bókmennta skipa:

Hrefna Haraldsdóttir, formaður, skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra, 

Jón Karl Helgason, varaformaður, tilnefndur af Rithöfundasambandinu, 

Hlín Agnarsdóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandinu, 

Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Hagþenki og 

Sigurður Svavarsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda.

 


 

Myndin er tekin á fyrsta fundi stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta nýlega.

Frá vinstri: Hrefna Haraldsdóttir, Sigurður Svavarsson, Jón Karl Helgason, Þórunn Sigurðardóttir og Hlín Agnarsdóttir.



Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir