Miðstöð íslenskra bókmennta

4. febrúar, 2013

Bókmenntasjóður og Sögueyjan Ísland sameinuð.

MIÐSTÖÐ ÍSLENSKRA BÓKMENNTA TEKUR TIL STARFA

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú verið sett á stofn með lögum sem afgreidd voru frá Alþingi í desember síðastliðnum.

Við stofnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sameinast Bókmenntasjóður og verkefnið Sögueyjan Ísland, (Sagenhaftes Island). 

Hlutverk Miðstöðvarinnar er að styrkja útgáfu íslenskra ritverka og útgáfu erlendra bókmennta á íslensku. Jafnframt er hlutverk hennar að kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra - og efla bókmenningu á Íslandi.

Stjórn nýrrar Miðstöðvar íslenskra bókmennta skipa:

Hrefna Haraldsdóttir, formaður, skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra, 

Jón Karl Helgason, varaformaður, tilnefndur af Rithöfundasambandinu, 

Hlín Agnarsdóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandinu, 

Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Hagþenki og 

Sigurður Svavarsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda.

 


 

Myndin er tekin á fyrsta fundi stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta nýlega.

Frá vinstri: Hrefna Haraldsdóttir, Sigurður Svavarsson, Jón Karl Helgason, Þórunn Sigurðardóttir og Hlín Agnarsdóttir.



Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir