Gerður Kristný, Hallgrímur og Kristín Ómarsdóttir á Nordic Cool

6. mars, 2013

... norrænu menningarhátíðinni sem haldin er þessa dagana í Kennedy Center í Washington D.C.

Gerður Kristný, Kristín Ómarsdóttir og Hallgrímur Helgason eru fulltrúar Íslands í bókmenntadagskrá norrænu menningarhátíðarinnar Nordic Cool sem fram fer í Kennedy Center í Washington D.C. í Bandaríkjunum 19. febrúar til 17. mars. Miðstöð íslenskra bókmennta og NordLit, norrænu bókmenntakynningarstofurnar, standa sameiginlega að dagskránni.

Kristín Ómarsdóttir kom fram á þriðjudagskvöldið í dagskrá sem nefnist In the Cracks Between the Lines: Magic Realism of the North ásamt hinni finnsk-sænsku Moniku Fagerholm og Hanus Kamban frá Færeyjum.

Á miðvikudeginum tók Gerður Kristný, ásamt tveimur öðrum ljóðskáldum, þátt í dagskránni Poetic Expressions of Nordic Origins--Reflections Today þar sem áhrif norrænnar goðafræði á norræna samtímaljóðlist voru skoðuð. Hin ljóðskáldin tvö voru hin samíska Inger-Mari Aikio-Arianaick og Jessie Kleemann frá Grænlandi.


Góður rómur var gerður að dagskránni Family – Secrets and Truths en Hallgrímur Helgason var fulltrúi Íslands þar laugardaginn 2. mars. Ásamt Hallgrími tóku þátt sænski rithöfundurinn Anna Swärd og Daninn Morten Brask en þau ræddu meðal annars mikilvægi fjölskyldunnar í bókmenntum Norðurlandanna, allt frá Íslendingasögunum til Strindbergs.

Í tilefni af norrænu bókmenntadagskránni buðu Miðstöð íslenskra bókmennta og NordLit bandarískum útgefendum og þýðendum norrænna bókmennta til ráðstefnu 3.-4. mars. Ráðstefnan sem var vel sótt var haldin í samstarfi við norrænu sendiráðin í Washington D.C. í sendiráðum Danmerkur og Finnlands í borginni.

r má finna bókmenntadagskrá Nordic Cool í heild sinni:


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir