27 nýlegir titlar í enskri þýðingu á bókamessunni í London

3. júní, 2013

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í bókasýningunni í London sem haldin var dagana 15. – 17. apríl síðastliðinn. Þar var meðal annars kynntur nýr bæklingur sem Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman um nýjustu útgáfur á íslenskum verkum í enskum þýðingum, samtals 27 titlar.

Samnorrænn bás í fyrsta skipti í London

Síðastliðin 4 ár hefur Íslandsstofa haldið utan um íslenskan sýningarbás á bókamessunni í London. Í ár var hinsvegar í fyrsta skipti settur upp samnorrænn sýningarbás en þar komu saman norrænu bókmenntakynningarstofurnar sem og norrænir bókaútgefendur og umboðsmenn.

Í apríl á hverju ári sækja bókamessuna í London rúmlega 25.000 fagaðilar á bókasviði frá öllum heimshornum. Fjölbreytt dagskrá er í boði á messunni um hvaðeina er lýtur að útgáfu og þýðingum, auk viðtala á sviði við höfunda og margt fleira. Einnig eru ráðstefnur haldnar í tengslum við messuna, þar á meðal hin vinsæla Digital Minds Conference sem haldin er á sunnudeginum áður en messan hefst. Þangað hafa m.a. íslenskir útgefendur lagt leið sína síðustu árin til að kynna sér það nýjasta á þessu sviði bókaútgáfu. Í ár var Tyrkland í brennidepli á messunni, en á hverju ári eru bókmenntir ákveðins lands eða málsvæðis í brennidepli. Þess má geta að Tyrkland var heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt í Þýskalandi árið 2008, en Ísland hlaut þann heiður árið 2011.

 

Bæklinginn er hægt að nálgast hér á pdf.



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir