Nýr kynningarlisti, bókamessur, Bókmenntahátíðir í Reykjavík og Caen í Frakklandi á meðal verkefna í haust

3. júlí, 2013

Nýr kynningarlisti, erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík, bókamessur í Gautaborg og Frankfurt og íslenskir rithöfundar og listamenn í brennidepli á frönsku bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales eru meðal bókmenntakynningaverkefna og -viðburða sem Miðstöð íslenskra bókmennta kemur að í haust.

Fókuslisti og bókamessur í haust

Á meðal verkefna Miðstöðvar íslenskra bókmennta í haust er að taka saman kynningarlista yfir nýleg íslensk verk sem talin eru eiga sérstakt erindi við erlenda lesendur og útgefendur. Listinn verður svo kynntur fyrir erlendum bókaútgefendum og kynningaraðilum á bókamessum í Gautaborg og Frankfurt í haust.

Bókmenntahátíð logo

Erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík

Að auki stendur miðstöðin fyrir kynningarferð erlendra blaðamanna á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september í samstarfi við Bókmenntahátíð í Reykjavík, Bókmenntaborgina og Íslandsstofu. Bókmenntahátíð í Reykjavík er haldin annað hvert ár en þangað er boðið virtum erlendum rithöfundum sem og íslenskum, auk valinna erlenda útgefenda og  blaðamanna. 


Les Boréales 2013

Ísland og Litháen í brennidepli á
bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales í Caen í Frakklandi í nóvember

Hópur íslenskra rithöfunda og myndlistar-, tónlistar- og kvikmyndagerðarfólks hefur verið boðinn á frönsku bókmennta- og menningarhátíðina Les Boréales í Caen í Frakklandi í nóvember en í ár verða Ísland og Litháen í brennidepli. Þetta verður í 22. skiptið sem hátíðin er haldin en hún hefur frá upphafi beint sjónum að bókmenntum og menningu Norður- og Eystrarslanda. Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir hátíðina vegna þátttöku íslenskra höfunda í dagskrá hátíðarinnar. 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir