Nýr kynningarlisti, bókamessur, Bókmenntahátíðir í Reykjavík og Caen í Frakklandi á meðal verkefna í haust

3. júlí, 2013

Nýr kynningarlisti, erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík, bókamessur í Gautaborg og Frankfurt og íslenskir rithöfundar og listamenn í brennidepli á frönsku bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales eru meðal bókmenntakynningaverkefna og -viðburða sem Miðstöð íslenskra bókmennta kemur að í haust.

Fókuslisti og bókamessur í haust

Á meðal verkefna Miðstöðvar íslenskra bókmennta í haust er að taka saman kynningarlista yfir nýleg íslensk verk sem talin eru eiga sérstakt erindi við erlenda lesendur og útgefendur. Listinn verður svo kynntur fyrir erlendum bókaútgefendum og kynningaraðilum á bókamessum í Gautaborg og Frankfurt í haust.

Bókmenntahátíð logo

Erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík

Að auki stendur miðstöðin fyrir kynningarferð erlendra blaðamanna á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september í samstarfi við Bókmenntahátíð í Reykjavík, Bókmenntaborgina og Íslandsstofu. Bókmenntahátíð í Reykjavík er haldin annað hvert ár en þangað er boðið virtum erlendum rithöfundum sem og íslenskum, auk valinna erlenda útgefenda og  blaðamanna. 


Les Boréales 2013

Ísland og Litháen í brennidepli á
bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales í Caen í Frakklandi í nóvember

Hópur íslenskra rithöfunda og myndlistar-, tónlistar- og kvikmyndagerðarfólks hefur verið boðinn á frönsku bókmennta- og menningarhátíðina Les Boréales í Caen í Frakklandi í nóvember en í ár verða Ísland og Litháen í brennidepli. Þetta verður í 22. skiptið sem hátíðin er haldin en hún hefur frá upphafi beint sjónum að bókmenntum og menningu Norður- og Eystrarslanda. Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir hátíðina vegna þátttöku íslenskra höfunda í dagskrá hátíðarinnar. 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir