Ný skrifstofa, netfang, vefsíða, Twitter og Facebook

9. júlí, 2013

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta flutti í nýtt húsnæði 1. júlí síðastliðinn og mun framvegis deila húsnæði meðKvikmyndamiðstöð Íslands að Hverfisgötu 54 í Reykjavík. Ný vefsíða og vefslóð er komin í loftið auk þess sem nýtt netfang hefur verið tekið í notkun: islit@islit.is. Einnig er hægt að finna Miðstöðina á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter.


Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta flutti í nýtt húsnæði 1. júlí síðastliðinn og mun framvegis deila húsnæði með Kvikmyndamiðstöð Íslands að Hverfisgötu 54 í Reykjavík. Ný vefsíða og vefslóð er komin í loftið auk þess sem nýtt netfang hefur verið tekið í notkun: islit@islit.is. 

islit - forsíða
Einnig er hægt að finna Miðstöðina á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter. Frekari upplýsingar um Miðstöð íslenskra bókmennta eru á nýju heimasíðunni: www.islit.is



Ný Miðstöð íslenskra bókmennta

Í upphafi árs 2013 var Miðstöð íslenskra bókmennta stofnuð samkvæmt lögum frá Alþingi. Miðstöðin tók þá við hlutverki Bókmenntasjóðs og bókmenntakynningarverkefnisins Sögueyjunnar Íslands sem sá um undirbúning og framkvæmd þegar Ísland var heiðursgestur á stærstu bókamessu heims í Frankfurt í Þýskalandi árið 2011.

Hlutverk Miðstöðvarinnar er að efla bókmenningu á Íslandi m.a. með því að veita styrki til útgáfu íslenskra ritverka og þýðinga erlendra bókmennta á íslensku. Jafnframt er hlutverk Miðstöðvarinnar að kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.










Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir