Starf Miðstöðvar íslenskra bókmennta á fyrri hluta árs 2013

9. júlí, 2013

Það sem af er árinu 2013 hafa starfsmenn Miðstöðvar íslenskra bókmennta sótt bókamessur í Leipzig í Þýskalandi og London sem hluta af eftirfylgni við Sögueyjuverkefnið og til að viðhalda tengslum sem stofnað hafði verið til.
Það sem af er árinu 2013 hafa starfsmenn Miðstöðvar íslenskra bókmennta sótt bókamessur í Leipzig í Þýskalandi og London sem hluta af eftirfylgni við Sögueyjuverkefnið og til að viðhalda tengslum sem stofnað hafði verið til.

Á hverju ári safnast saman á helstu bókamessum útgefendur, umboðsmenn og almenningur til að selja og kaupa þýðingarrétt og fá upplýsingar um helstu strauma og stefnur í bókaheiminum. Það er nauðsynlegt fyrir útgefendur sem og aðra þá er standa að kynningum á íslenskum bókmenntum erlendis að mæta á slíkar messur til að hitta kollegana og stofna til nýrra sambanda í hinum alþjóðlega útgáfuheimi. Íslenskar útgáfur hafa um árabil mætt á helstu bókamessur í þessu augnamiði, þar á meðal íFrankfurtLondonGautaborg og Bologna. Sögueyjan Ísland hefur einnig sótt bókamessuna í Leipzig í Þýskalandi sem hluta af starfi við bókmenntakynningu í Þýskalandi og sem eftirfylgni við verkefnið eftir að því lauk.

Miðstöð íslenskra bókmennta tók við hlutverki Bókmenntasjóðs í samstarfi norrænu bókmenntakynningastofanna um undirbúning og skipulag á bókmenntadagskrá í Kennedy Center í Washington D.C. í Bandaríkjunum í mars síðastliðnum. Dagskráin var hluti af norrænu menningarhátíðinni Nordic Cool sem haldin var í Kennedy Center í febrúar og mars. Af sama tilefni var á vegum norrænu bókmenntakynningastofanna og norrænu sendiráðanna í Washington D.C. haldið útgefenda- og þýðendaþing fyrir hóp þýðenda og bandarískra útgefenda norrænna bókmennta.




Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir