Styrkir á fyrri hluta árs 2013

9. júlí, 2013

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið við hlutverki og skuldbindingum fyrirrennara síns Bókmenntasjóðs sem áður útdeildi stykjum til útgáfu, þýðinga og kynninga á íslenskum verkum á Íslandi og erlendis.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið við hlutverki og skuldbindingum fyrirrennara síns Bókmenntasjóðs sem áður útdeildi stykjum til útgáfu, þýðinga og kynninga á íslenskum verkum á Íslandi og erlendis. Miðstöðin hefur á fyrri hluta árs 2013 úthlutað 42 styrkjum til útgáfu á íslensku að upphæð 20.400.000 kr. auk 4 nýræktarstyrkja, sérstakra styrkja til nýrra höfunda, að upphæð 1.000.000 kr. Einnig hefur verið úthlutað 15 styrkjum til þýðinga á íslensku að upphæð 6.750.000 kr. en seinni umsóknarfrestur um styrki til þýðinga á íslensku er 15. nóvember. 

Einnig hafa verið veittir 43 styrkir til þýðinga á íslenskum verkum á erlend mál að upphæð 14.000.000 kr. Auk útgáfu- og þýðingastyrkja innanlands og utan hafa smærri styrkir verið veittir vegna kynningarferða íslenskra höfunda erlendis sem og til þýðinga á erlend mál á kynningarköflum úr íslenskum verkum. Greiðslufyrirkomulag styrkja hefur jafnframt verið einfaldað og gert þannig skilvirkara frá því sem áður var. Hér má finna frekari upplýsingar um styrki sem Miðstöðin veitir sem og nýtt greiðslufyrirkomulag. 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir