Hundruð erlendra rithöfunda sóttu Reykjavík heim í síðustu viku

18. september, 2013

Vikuna 8. – 15. september var mikil bókmenntaveisla í Reykjavík sem hófst með heimsþingi PEN og lauk með Bókmenntahátíð í Reykjavík síðastliðinn sunnudag.

  • Bókmenntahatid-hofundar
SkármetaVikuna 8. – 15. september var mikil bókmenntaveisla í Reykjavík sem hófst með heimsþingi PEN og lauk með Bókmenntahátíð í Reykjavík síðastliðinn sunnudag. 
Þetta var í ellefta sinn sem Bókmenntahátíð í Reykjavík var haldin, en í fyrsta sinn sem heimsþing PEN er haldið á Íslandi. Hundruð rithöfunda og blaðamanna frá öllum heimshornum sóttu Reykjavík heim í tilefni heimsþings PEN en ráðstefnan var haldin í Hörpu. 

Bókmenntahátíð í Reykjavík var sett formlega miðvikudaginn 11. september og að venju var boðið á hátíðina hópi alþjóðlegra rithöfundar auk erlendra útgefenda, umboðsmanna og blaðamanna. 

Bókmenntahatid-hofundarMeðal erlendra höfunda á hátíðinni í ár voru Antonio Skármeta (Chile), Douglas Coupland (Kanada), Can Xui (Kína), Madeline Miller (Bandaríkjunum) og Kjell Espmark (Svíþjóð). 

Bokmenntahatid-gestir-idno

Bókmenntahátíð í Reykjavík í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO buðu hópi blaðamanna, útgefenda og umboðsmanna höfunda frá Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Danmörku á hátíðina. Hátíðin var sérlega vel sótt og þótti takast vel. 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir