Arnaldur Indriðason hlýtur spænsku RBA glæpasagnaverðlaunin

18. september, 2013

(premio RBA de novela negra). Íslenskar glæpasögur eru í mikilli sókn og eru nú þýddar á yfir 40 tungumál.

  • Arnaldur-Indridason

Arnaldur-IndridasonNýverið hlaut Arnaldur Indriðason hin virtu spænsku RBA glæpasagnaverðlaun, premio RBA de novela negra, fyrir væntanlega bók sína, Skuggasund, sem koma mun út samtímis á Íslandi og Spáni nú í haust. Þýðandi á spænsku er Fabio Teixido Benedi. Íslenska glæpasagan hefur verið í mikilli sókn síðustu ár, en þar er fremstur í flokki Arnaldur Indriðason sem þýddur hefur verið á um 40 tungumál. Nýverið náði sala á bókum Arnalds samtals 10 milljónum eintaka sem hlýtur að teljast fréttnæmt fyrir höfund sem skrifar á tungumáli jafn fárra og íslenskan er. Aðrir íslenskir glæpasagnahöfundar hafa ekki síður slegið í gegn erlendis; verk Yrsu Sigurðardóttur hafa verið þýdd á rúmlega 30 tungumál og verk Árna Þórarinssonar, Stefáns Mána og Viktors Arnars Ingólfssonar eru einnig fáanleg á fjölmörgum tungumálum þar á meðal frönsku, spænsku, ensku, dönsku og þýsku.

Umfjöllun Morgunblaðsins um þýðingar íslenskra glæpasagna: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/15/glaepasaga_til_naesta_baejar/

Arnaldur Indriðason hlýtur premio RBA de novela negra (á spænsku): http://cultura.elpais.com/cultura/2013/09/12/actualidad/1378975542_617607.html


Allar fréttir

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

Nánar

Allar fréttir