Fréttir

Arnaldur Indriðason hlýtur spænsku RBA glæpasagnaverðlaunin

18. september, 2013 Fréttir

(premio RBA de novela negra). Íslenskar glæpasögur eru í mikilli sókn og eru nú þýddar á yfir 40 tungumál.

  • Arnaldur-Indridason

Arnaldur-IndridasonNýverið hlaut Arnaldur Indriðason hin virtu spænsku RBA glæpasagnaverðlaun, premio RBA de novela negra, fyrir væntanlega bók sína, Skuggasund, sem koma mun út samtímis á Íslandi og Spáni nú í haust. Þýðandi á spænsku er Fabio Teixido Benedi. Íslenska glæpasagan hefur verið í mikilli sókn síðustu ár, en þar er fremstur í flokki Arnaldur Indriðason sem þýddur hefur verið á um 40 tungumál. Nýverið náði sala á bókum Arnalds samtals 10 milljónum eintaka sem hlýtur að teljast fréttnæmt fyrir höfund sem skrifar á tungumáli jafn fárra og íslenskan er. Aðrir íslenskir glæpasagnahöfundar hafa ekki síður slegið í gegn erlendis; verk Yrsu Sigurðardóttur hafa verið þýdd á rúmlega 30 tungumál og verk Árna Þórarinssonar, Stefáns Mána og Viktors Arnars Ingólfssonar eru einnig fáanleg á fjölmörgum tungumálum þar á meðal frönsku, spænsku, ensku, dönsku og þýsku.

Umfjöllun Morgunblaðsins um þýðingar íslenskra glæpasagna: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/15/glaepasaga_til_naesta_baejar/

Arnaldur Indriðason hlýtur premio RBA de novela negra (á spænsku): http://cultura.elpais.com/cultura/2013/09/12/actualidad/1378975542_617607.html


Allar fréttir

Íslensku höfundarnir og verk þeirra fengu afar góðar viðtökur á bókamessunni í Gautaborg - 3. október, 2018 Fréttir

Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir ræddu þar um bækur sínar, hugmyndir og viðfangsefni og fjöldi gesta sótti viðburði þeirra.

Nánar

Bókamessan í Frankfurt verður haldin dagana 10. - 14. október - 5. október, 2018 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta kynnir þar að venju íslenskar bókmenntir á bás númer 5.0 B82. Allir velkomnir!

Nánar

Allar fréttir