YAIC - You are in Control ráðstefnan haldin í sjötta sinn 28. – 30. október

18. september, 2013

Alþjóðlega ráðstefnan YAIC - You Are in Control verður haldin í sjötta sinni dagana 28. – 30. október í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin dagana fyrir hina geysivinsælu tónlistarhátíð Icelandic Airwaves. 

  • YAIC-logo

YAIC-logoAlþjóðlega ráðstefnan YAIC - You Are In Control verður haldin í sjötta sinni dagana 28. – 30. október í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin dagana fyrir hina geysivinsælu tónlistarhátíð Iceland Airwaves. YAIC er  þverfaglegur vettvangur skapandi greina og snertir ráðstefnan marga fleti innan skapandi greina, allt frá matarlist, bókmenntum, stafrænni list, hönnun og tónlist, til kvikmynda, tölvuleikja, stefnu og fjárfestinga í greininni. Verður sjónum meðal annars beint að nýjungum, spennandi skörun greina og brýnum vandamálum sem blasa við. Á meðal gesta í ár verða Robert Foster (The Go-Betweens, Ástralíu), Kristen Harrison (Bretlandi / Berlín, The Curved House), Seth Jackson (Strange Thoughts, Bretlandi), Julia Payne (Bretlandi, the hub), Oliver Luckett, (Bretlandi, TheAudience), Ingi Rafn Sigurdsson (Karolina Fund) og Frosti Gnarr (Frosti Gnarr Studio / Grotta Zine).

Athugið að til 1. október bjóðast miðar á ráðstefnuna á aðeins 15.000 krónur. Frekari upplýsingar má finna á heimsíðu YAIC.

Íslandsstofa heldur utan um skipulag YAIC í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Hönnunarmiðstöð, Kynningarmiðstöð Íslenskrar Myndlistar, Kvikmyndamiðstöð, Samtök íslenskra leikjaframleiðanda, Leiklistasamband Íslands og Íslensku tónverkamiðstöðina.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir