Fréttir

Verðlaun Norðurlandaráðs 2013 tilkynnt í Osló 30. október næstkomandi

Afhendingu verðlauna Norðurlandaráðs verður sjónvarpað til allra Norðurlandanna þann 30. október. Norrænu barna- og unglingabókaverðlaunin afhent í fyrsta sinn.

4. október, 2013 Fréttir

Norrænu barna- og unglingabókaverðlaunin verða nú afhent í fyrsta skipti. Tvær íslenskar bækur er tilnefndar, Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal og Ólíver eftir Birgittu Sif.


Verðlaun Norðurlandaráðs 2013 verða tilkynnt í Osló 30. október næstkomandi. Sjónvarpsáhorfendur alls staðar á Norðurlöndum eiga þess kost að fylgjast með þegar tilkynnt verður hverjir hljóta verðlaun fyrir bókmenntir, tónlist, kvikmyndir, umhverfisvernd og nýju verðlaunin fyrir barna- og unglingabókmenntir. Þetta verður í fyrsta sinn sem tilkynnt verður hverjir hljóta verðlaun Norðurlandaráðs um leið og
verðlaunaafhending fer fram. Haldin verður stór verðlaunahátíð í óperuhúsinu í Ósló þann 30. október. 

Fjórtán barna- og unglingabækur eru tilnefndar til hinna nýju norrænu barna- og unglingabókaverðlauna, frá Íslandi eru tvær bækur tilnefndar, Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal og Ólíver eftir Birgittu Sif.

Norrænu bókmenntaverðlaunin 2013 verða einnig afhent við sama tilefni en tilnefnd verk fyrir Íslands hönd í ár eru Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson og Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason.


Allar fréttir

Íslensku höfundarnir og verk þeirra fengu afar góðar viðtökur á bókamessunni í Gautaborg - 3. október, 2018 Fréttir

Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir ræddu þar um bækur sínar, hugmyndir og viðfangsefni og fjöldi gesta sótti viðburði þeirra.

Nánar

Bókamessan í Frankfurt verður haldin dagana 10. - 14. október - 5. október, 2018 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta kynnir þar að venju íslenskar bókmenntir á bás númer 5.0 B82. Allir velkomnir!

Nánar

Allar fréttir