ORT af orði

Málþing um ljóðaþýðingar í Norræna húsinu, miðvikudagurinn 9. október kl. 10-12.

4. október, 2013

Málþing um ljóðaþýðingar í Norræna húsinu, miðvikudagurinn 9. október kl. 10-12.

Hinn 9. október mun Norræna húsið vera gestgjafi pólsk-íslenska ljóðlistarverkefnisins ORT. Dagskráin er skipulögð í tengslum við Lestrarhátíð í Reykjavík sem að þessu sinni er helguð Reykjavíkur- og borgarljóðum. Málþing um ljóðaþýðingar í samstarfi ORT, Bókmenntaborgarinnar, Þýðingaseturs Háskóla Íslands og Norræna hússins mun fara fram kl. 10-12. Á dagskránni eru fimm stutt erindi um ljóðaþýðingar, þýðingar í vinnslu og einnig alþjóðleg ljóðaverkefni sem tengjast ljóðum og sérstaklega ljóðum í borg. Erindi verða flutt á ensku. Allir eru velkomnir.

DAGSKRÁ:

Jerzy Jarniewicz: Translator's Coming Out

Gauti Kristmannsson: Poetry in a Vacuum; Manfred Peter Hein's Poetry and Translations

Magnús Sigurðsson: The Poetry of Adelaide Crapsey in Icelandic

Sigurbjörg Þrastardóttir: Map of a Bookshop: Orienteering Poems in Nine Cities

Kristín Svava Tómasdóttir: On Translations by a Non-translator

Olga Holownia: ORT in a Word



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir