Bókasýningin í Frankfurt 2013

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókasýningunni í Frankfurt og fundaði þar með fjölda alþjóðlegra útgefenda og kynningaraðila.

21. október, 2013

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókasýningunni í Frankfurt og fundaði þar með fjölda alþjóðlegra útgefenda og kynningaraðila.

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi dagana 9. – 13. október síðastliðinn. Bókasýninguna í Frankfurt sækja árlega um 300.000 gestir en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar. Það var gaman að sjá og heyra messugesti tala um íslenska skálann í Frankfurt árið 2011 þegar Ísland var heiðursgestur en hann þótti einstaklega vel heppnaður og ná fram kjarna hverrar bókamessu sem er lesandinn sjálfur og bókin. Reglulegar fréttir af góðum viðtökum og velgengni þeirra á erlendri grund vekja athygli og skilar sér í síauknum áhuga erlendra útgefenda, kynningaraðila og fjölmiðlamanna.

Miðstöð íslenskra bókmennta fundaði með útgefendum  og kynningaraðilum frá 15 löndum og kynnti m.a. „Books From Iceland“, fyrsta lista miðstöðvarinnar yfir bækur ársins 2012. Áætlað er að taka saman slíkan lista árlega til kynninga á bókamessum erlendis.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Bókasýningunni í Frankfurt 2013.

 Íslenski sýningarbásinn 

Myndskreytingar Hugleiks
Dagssonar kitluðu hláturtaugar gesta

Finnski sýningarbásinn.
Finnland verður heiðurs-
gestur á Bókasýningunni
í Frankfurt 2014.

Íslenski sýningarbásinn

Gluggað í bækur Hugleiks Dagssonar

Færeyski sýningarbásinn í Frankfurt 2013
Þýsk útgáfa Ég um mig frá mér til mín eftir Pétur Gunnarsson.

Þýðingar á verkum Jóns Kalmans Stefánssonar.

Mynd af messusvæðinuMessusvæðið í Frankfurt.

Stund milli stríða.


Fylgist með Miðstöð íslenskra bókmennta á Facebook og Twitter.  Sjá hnappa neðst á síðunni til hægri.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir