Bókasýningin í Frankfurt 2013

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókasýningunni í Frankfurt og fundaði þar með fjölda alþjóðlegra útgefenda og kynningaraðila.

21. október, 2013

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókasýningunni í Frankfurt og fundaði þar með fjölda alþjóðlegra útgefenda og kynningaraðila.

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi dagana 9. – 13. október síðastliðinn. Bókasýninguna í Frankfurt sækja árlega um 300.000 gestir en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar. Það var gaman að sjá og heyra messugesti tala um íslenska skálann í Frankfurt árið 2011 þegar Ísland var heiðursgestur en hann þótti einstaklega vel heppnaður og ná fram kjarna hverrar bókamessu sem er lesandinn sjálfur og bókin. Reglulegar fréttir af góðum viðtökum og velgengni þeirra á erlendri grund vekja athygli og skilar sér í síauknum áhuga erlendra útgefenda, kynningaraðila og fjölmiðlamanna.

Miðstöð íslenskra bókmennta fundaði með útgefendum  og kynningaraðilum frá 15 löndum og kynnti m.a. „Books From Iceland“, fyrsta lista miðstöðvarinnar yfir bækur ársins 2012. Áætlað er að taka saman slíkan lista árlega til kynninga á bókamessum erlendis.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Bókasýningunni í Frankfurt 2013.

 Íslenski sýningarbásinn 

Myndskreytingar Hugleiks
Dagssonar kitluðu hláturtaugar gesta

Finnski sýningarbásinn.
Finnland verður heiðurs-
gestur á Bókasýningunni
í Frankfurt 2014.

Íslenski sýningarbásinn

Gluggað í bækur Hugleiks Dagssonar

Færeyski sýningarbásinn í Frankfurt 2013
Þýsk útgáfa Ég um mig frá mér til mín eftir Pétur Gunnarsson.

Þýðingar á verkum Jóns Kalmans Stefánssonar.

Mynd af messusvæðinuMessusvæðið í Frankfurt.

Stund milli stríða.


Fylgist með Miðstöð íslenskra bókmennta á Facebook og Twitter.  Sjá hnappa neðst á síðunni til hægri.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir