Bókalíf í borginni í október

Lestrarhátíð í Reykjavík í október – Ljóð í leiðinni / Iceland Airwords á Iceland Airwaves í lok október.

21. október, 2013

Lestrarhátíð í Reykjavík í október – Ljóð í leiðinni.

Iceland Airwords á Iceland Airwaves í Kaldalónssal Hörpu 31. október.


Lestrarhátíðin - Ljóð í leiðinni - stendur nú sem hæst, en þetta er í annað sinn sem októbermánuður í Reykjavík er helgaður lestri. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur veg og vanda af hátíðinni. Á lestrarhátíðinni er borgin í brennidepli í öllum sínum fjölbreyttu myndum og sá aragrúi ljóða og söngtexta sem hafa verið skrifaðir um hana. Forlagið Meðgönguljóð er sérlegur samstarfsaðili að hátíðinni og hefur gefið út ljóðabókina Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík. Bókin inniheldur 27 ljóð um borgina eftir jafn mörg skáld. Flest ljóðin eru ný og samin í tilefni hátíðarinnar, en einnig eru nokkur eldri ljóð í bókinni. Bókin er einnig gefin út sem rafbók hjá eBókum. Hér má nálgast frekari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar.

Kristín ÓmarsdóttirAndri Snær Magnason

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves býður nú í fyrsta sinn upp á sérstaka bókmenntadagskrá sem kallast Iceland Airwords og verður haldin í Kaldalónssal Hörpu 31. október. Það munu koma fram íslensk og erlend skáld og tónlistarmenn, sjá dagskrá hér fyrir neðan:

19:45 AUÐUR AVA ÓLAFSDÓTTIR

20:00 KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR

20:15 ELÍN EY

21:00 HALLGRÍMUR HELGASON

21:20 ROBERT FORSTER (AU)

22:30 ANDRI SNÆR MAGNASON

22:45 RYAN BOUDINOT (US)

23:00 EMPRESS OF (US) 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir