YAIC 2013 í Bíó Paradís 28. – 30. október

Ráðstefna þar sem saman koma fulltrúar skapandi greina og ræða spennandi nýjungar og skörun greinanna. 

21. október, 2013

Ráðstefna þar sem saman koma fulltrúar skapandi greina og ræða spennandi nýjungar og skörun greinanna.

  • YAIC-logo

YAIC-logoYou are in Control er árleg ráðstefna þar sem listamenn, listrænt fólk, fólk starfandi í skapandi greinum og allir áhugasamir hittast og deila hugmyndum sínum og reynslu. Skapandi greinar þurfa oft aðeins öðruvísi nálgun þegar kemur að vinnulagi, markaðssetningu og rekstri fyrirtækja í greininni, og ráðstefnan býður upp á samvinnuvettvang fyrir þær. 

Fyrirlesarar eru sérfræðingar á sínu sviði og gefa ráðstefnugestum innsýn í vinnuhætti sína. Vinnustofur um valin málefni verða haldnar þar sem hvatt er til opinnar umræðu og skoðanaskipta.

Ráðstefnan er að þessu sinni haldin dagana fyrir hina geysivinsælu tónlistarhátíð Iceland Airwaves. YAIC er  þverfaglegur vettvangur skapandi greina og snertir ráðstefnan marga fleti innan skapandi greina, allt frá matarlist, bókmenntum, stafrænni list, hönnun og tónlist, til kvikmynda, tölvuleikja, stefnu og fjárfestinga í greininni. Verður sjónum meðal annars beint að nýjungum, spennandi skörun greina og brýnum vandamálum sem blasa við. 

Meðal gesta í ár verða Robert Foster (The Go-Betweens, Ástralíu), Kristen Harrison (Bretlandi / Berlín, The Curved House), Seth Jackson (Strange Thoughts, Bretlandi), Julia Payne (Bretlandi, the hub), Oliver Luckett, (Bretlandi, TheAudience), Ingi Rafn Sigurdsson (Karolina Fund) og Frosti Gnarr (Frosti Gnarr Studio / Grotta Zine).

Íslandsstofa heldur utan um skipulag YAIC í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Hönnunarmiðstöð, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Kvikmyndamiðstöð, Samtök íslenskra leikjaframleiðanda, Leiklistasamband Íslands og Íslensku tónverkamiðstöðina. Upplýsingar um YAIC er hægt að nálgast hér: youareincontrol.is


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir