Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur

Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin um helgina í þriðja sinn.

22. nóvember, 2013

Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkjur laugardag og sunnudag frá kl. 12-18.


Dagana 23.-24. nóvember 2013 verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í þriðja sinn. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna og selja nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá. 

Húsið verður opið frá kl. 12:00 – 18:00 báða dagana.

Þórarinn EldjárnSigrún Eldjárn

Meðal þess sem finna má í fjölbreyttri dagskránni um helgina er sögustund fyrir börn og fylgdarfólk frá kl. 14:00 – 16:00 á laugardeginum þar sem m.a. systkinin Þórarinn og Sigrún Eldjárn lesa úr verkum sínum. 

Auk þess er gestum boðið að skrifa texta eftir handriti úr fórum Árna Magnússonar, en í ár eru 350 ár liðin frá fæðingu þessa merka handritasafnara. Í lok helgarinnar verður dregið úr blöðum sem gestir skila í kassa á messunni og Bókaútgáfan Opna verðlaunar heppna þátttakendur. Opna gefur út bókina 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 



Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir