Fréttir

Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur

Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin um helgina í þriðja sinn.

22. nóvember, 2013 Fréttir

Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkjur laugardag og sunnudag frá kl. 12-18.


Dagana 23.-24. nóvember 2013 verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í þriðja sinn. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna og selja nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá. 

Húsið verður opið frá kl. 12:00 – 18:00 báða dagana.

Þórarinn EldjárnSigrún Eldjárn

Meðal þess sem finna má í fjölbreyttri dagskránni um helgina er sögustund fyrir börn og fylgdarfólk frá kl. 14:00 – 16:00 á laugardeginum þar sem m.a. systkinin Þórarinn og Sigrún Eldjárn lesa úr verkum sínum. 

Auk þess er gestum boðið að skrifa texta eftir handriti úr fórum Árna Magnússonar, en í ár eru 350 ár liðin frá fæðingu þessa merka handritasafnara. Í lok helgarinnar verður dregið úr blöðum sem gestir skila í kassa á messunni og Bókaútgáfan Opna verðlaunar heppna þátttakendur. Opna gefur út bókina 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Allar fréttir

Íslensku höfundarnir og verk þeirra fengu afar góðar viðtökur á bókamessunni í Gautaborg - 3. október, 2018 Fréttir

Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir ræddu þar um bækur sínar, hugmyndir og viðfangsefni og fjöldi gesta sótti viðburði þeirra.

Nánar

Bókamessan í Frankfurt verður haldin dagana 10. - 14. október - 5. október, 2018 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta kynnir þar að venju íslenskar bókmenntir á bás númer 5.0 B82. Allir velkomnir!

Nánar

Allar fréttir