Bækurnar Illska og Ósjálfrátt tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014

Fulltrúar hvers lands í dómnefnd hafa nú tilnefnt 13 verk til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014. 

5. desember, 2013

Fulltrúar hvers lands í dómnefnd hafa nú tilnefnt 13 verk til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014. 

  • Audur_j

Audur_j
Fulltrúar hvers lands í dómnefnd hafa nú tilnefnt 13 verk til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014. Fyrir Íslands hönd eru tilnefndar skáldsögurnar Illska eftir Eirík Örn Norðdahl og Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur. 
Eiríkur Örn Norðdahl



Hér fyrir neðan má sjá þau verk sem eru tilnefnd að þessu sinni:

Danmörk

Claus Beck-Nielsen                                               
Mine møder med De Danske Forfattere                                                                                 
Skáldsaga, Gyldendal 2013

Ida Jessen
Postkort til Annie
Smásögur, Gyldendal 2013

Finnland

Kjell Westö
Hägring 38 
Skáldsaga, Schildts & Söderströms 2013

Henriikka Tavi
Toivo
Ljóðasafn, Teos 2011

Ísland

Auður Jónsdóttir
Ósjálfrátt 
Skáldsaga, Mál og menning 2012
(Dönsk þýðing: Kim Lembek)

Eiríkur Örn Norðdahl                                           
Illska 
Skáldsaga, Mál og menning 2012
(Dönsk þýðing: Nanna Kalkar)                                             

Noregur

Tomas Espedal
Bergeners
Bundið mál, Gyldendal 2013

Mona Høvring                            
Camillas lange netter
Skáldsaga, Oktober 2013

Svíþjóð

Eva Runefelt                              
Minnesburen                                                     
Ljóð, Albert Bonniers Förlag 2013

Andrzej Tichý                             
Kairos
Skáldsaga, Albert Bonniers Förlag 2013                                          

Færeyjar

Tóroddur Poulsen                                                
Fjalir 
Ljóðasafn, Forlagið í Støplum 2013
(Dönsk þýðing: Inger Smærup Sørensen)                           

Grænland

Juaaka Lyberth
Naleqqusseruttortut
Skáldsaga, Forlaget Milik 2012

Álandseyjar

Johanna Boholm                                                  
Bygdebok
Frásögn í óbundnu máli, Ellips förlag 2013                                             

Dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs útnefnir verðlaunahafann og tilkynnt er um úrslitin við verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í lok október 2014 í Stokkhólmi. Verðlaunin nema 350 þúsund dönskum krónum.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir