Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2013

29. nóvember, 2013

Fimm verk tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í nýjum flokki barna- og unglingabóka.

Sunnudaginn 1. desember var tilkynnt um hvaða 15 bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013. Tilnefnt var í þremur flokkum - fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns efnis sem og í nýjum flokki barna- og unglingabóka - og eru 5 bækur tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er 25. árið sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 

Í flokki barna og unglingabóka eru tilnefndar:

 

 Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason, útgefandi Mál og menning.

 

 Brosbókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen, útgefandi Salka.

 

 Freyju Saga - Múrinn eftir Sif Sigmarsdóttur, útgefandi Mál og menning.

 

 Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn, útgefandi Mál og menning.

 

 Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson, útgefandi JPV.


Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar:

 

1983 eftir Eirík Guðmundsson, útgefandi Bjartur.

 

 Sæmd eftir Guðmund Andra Thorsson, útgefandi JPV.

 

 Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson, útgefandi Bjartur.

 

 Mánasteinn eftir Sjón, útgefandi JPV.

 

 Dísusaga-Konan með gulu töskuna eftir Vigdísi Grímsdóttur, útgefandi JPV.



Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis eru tilnefndar:

 

 Leiftur á horfinni öld - Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? eftir Gísla Sigurðsson, útgefandi Mál og menning.

 

 Íslenska teiknibókin eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur, útgefandi Crymogea. 

 

 Vatnið í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson, útgefandi Mál og menning.

 

 Fjallabókin eftir Jón Gauta Jónsson, útgefandi Mál og menning.

 

Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók eftir Sölva Björn Sigurðsson, útgefandi Sögur.


Dómnefnd í flokki barna- og unglingabókmennta skipuðu Guðni Kolbeinsson, formaður dómnefndar, Helga Ferdinandsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir. Dómnefnd fagurbókmennta var skipuð þeim Þorgerði Elínu Sigurðardóttur, formanni dómnefndar, Ernu Guðrúnu Árnadóttur og Tyrfingi Tyrfingssyni. Í dómnefnd fræðibóka og rita almenns efnis sátu Þóra Arnórsdóttir, formaður dómnefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Pétur Þorsteinn Óskarsson.

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 hlutu Eiríkur Örn Norðdahl fyrir skáldsöguna Illsku og Gunnar F. Guðmundsson fyrir ævisöguna Pater Jón Sveinsson - Nonni.

 Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar af Forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna í hverjum flokki. 

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2013

Dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka kynnti einnig við sama tilefni eftirfarandi fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

 

 Rannsóknir Heródótusar í þýðingu Stefáns Steinssonar, útgefandi Mál og menning.

 

 Ó - Sögur um djöfulsskap eftir Carl Jóhan Jensen í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur, útgefandi Uppheimar.

 

 Ljóð 1954-2004 eftir Tomas Tranströmer í þýðingu Njarðar P. Njarðvík, útgefandi Uppheimar.

 

 Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, útgefandi Uppheimar.

 

 Rödd í dvala - La voz dormida eftir Dulce Chacón í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur, útgefandi Sögur.



Forseti Íslands veitir Íslensku þýðingaverðlaunin á Gljúfrasteini á degi bókarinnar, 23. apríl 2014.



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir