Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta á árinu

Fyrsta starfsár Miðstöðvar íslenskra bókmennta er senn á enda og hefur stjórn miðstöðvarinnar nú úthlutað öllum styrkjum yfirstandandi árs.

6. desember, 2013

Fyrsta starfsár Miðstöðvar íslenskra bókmennta er senn á enda og hefur stjórn miðstöðvarinnar nú úthlutað öllum styrkjum yfirstandandi árs.

Fyrsta starfsári Miðstöðvar íslenskra bókmennta er senn á enda og hefur stjórn miðstöðvarinnar nú úthlutað öllum styrkjum yfirstandandi árs. Miðstöðin var stofnuð 1. janúar sl. samkvæmt lögum frá Alþingi í desember 2013, og tók þá við hlutverki fyrrum Bókmenntasjóðs.

Á árinu bárust meðal annars 115 umsóknir um útgáfustyrki frá 62 aðilum að upphæð 106.7 milljónir króna. 20.4 milljónum króna var úthlutað til 42 útgáfuverkefna (sjá úthlutun 2013). Til samanburðar má geta þess að árið 2012 bárust 92 umsóknir um útgáfustyrki að upphæð 82.9 milljónir króna, veittir voru 28 styrkir til útgáfu, samtals að fjárhæð 14 milljónir króna.

Eftirtektarvert er að á árinu 2013 voru 89 umsóknir frá erlendum útgefendum til afgreiðslu, þar af 13 til þýðinga á norræn tungumál, en Norræna ráðherranefndin leggur til fjármagn í þýðingar á milli norrænu tungumálanna. Alls voru veittir styrkir til 79 þýðinga úr íslensku og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri (sjá úthlutun 2013).

Alls bárust á árinu 63 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku frá 24 aðilum og var samtals sótt um 38.9 milljónir króna. Úthlutað var 13.5 milljónum króna til þýðinga á 31 erlendu verki en síðari úthlutun styrkjanna var gerð í vikunni (sjá úthlutun 2013). Meðal þeirra þýðinga sem hljóta styrk eru:

§  Lolita eftir Vladimir Nabokov. Þýðandi er Árni Óskarsson. Útgefandi: Dimma.

§  El prisionero del cielo eftir Carlos Ruiz Zafón. Þýðandi er Sigrún Á. Eiríksdóttir. Útgefandi: Forlagið.

§  Otrochestvo eftir Lev Nikolajevíutsj Tolstoj. Þýðandi er Elín Guðmundsdóttir. Útgefandi: Ugla.

§  Se una notte d'inverno un viaggiatore eftir Italo Calvino. Þýðandi er Brynja Cortes Andrésdóttir. Útgefandi: Ugla.

§  Paradiesstrasse eftir Ulla Lachauer. Þýðendur eru Pétur M. Sigurðsson og Sigurður H. Pétursson. Útgefandi: Bókaútgáfan Merkjalæk.

Yfirlit yfir styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta á árinu 2013 má finna hér

Frekari upplýsingar um styrki má finna hér undir hverjum flokki styrkja fyrir sig



Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir