Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta á árinu

Fyrsta starfsár Miðstöðvar íslenskra bókmennta er senn á enda og hefur stjórn miðstöðvarinnar nú úthlutað öllum styrkjum yfirstandandi árs.

6. desember, 2013

Fyrsta starfsár Miðstöðvar íslenskra bókmennta er senn á enda og hefur stjórn miðstöðvarinnar nú úthlutað öllum styrkjum yfirstandandi árs.

Fyrsta starfsári Miðstöðvar íslenskra bókmennta er senn á enda og hefur stjórn miðstöðvarinnar nú úthlutað öllum styrkjum yfirstandandi árs. Miðstöðin var stofnuð 1. janúar sl. samkvæmt lögum frá Alþingi í desember 2013, og tók þá við hlutverki fyrrum Bókmenntasjóðs.

Á árinu bárust meðal annars 115 umsóknir um útgáfustyrki frá 62 aðilum að upphæð 106.7 milljónir króna. 20.4 milljónum króna var úthlutað til 42 útgáfuverkefna (sjá úthlutun 2013). Til samanburðar má geta þess að árið 2012 bárust 92 umsóknir um útgáfustyrki að upphæð 82.9 milljónir króna, veittir voru 28 styrkir til útgáfu, samtals að fjárhæð 14 milljónir króna.

Eftirtektarvert er að á árinu 2013 voru 89 umsóknir frá erlendum útgefendum til afgreiðslu, þar af 13 til þýðinga á norræn tungumál, en Norræna ráðherranefndin leggur til fjármagn í þýðingar á milli norrænu tungumálanna. Alls voru veittir styrkir til 79 þýðinga úr íslensku og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri (sjá úthlutun 2013).

Alls bárust á árinu 63 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku frá 24 aðilum og var samtals sótt um 38.9 milljónir króna. Úthlutað var 13.5 milljónum króna til þýðinga á 31 erlendu verki en síðari úthlutun styrkjanna var gerð í vikunni (sjá úthlutun 2013). Meðal þeirra þýðinga sem hljóta styrk eru:

§  Lolita eftir Vladimir Nabokov. Þýðandi er Árni Óskarsson. Útgefandi: Dimma.

§  El prisionero del cielo eftir Carlos Ruiz Zafón. Þýðandi er Sigrún Á. Eiríksdóttir. Útgefandi: Forlagið.

§  Otrochestvo eftir Lev Nikolajevíutsj Tolstoj. Þýðandi er Elín Guðmundsdóttir. Útgefandi: Ugla.

§  Se una notte d'inverno un viaggiatore eftir Italo Calvino. Þýðandi er Brynja Cortes Andrésdóttir. Útgefandi: Ugla.

§  Paradiesstrasse eftir Ulla Lachauer. Þýðendur eru Pétur M. Sigurðsson og Sigurður H. Pétursson. Útgefandi: Bókaútgáfan Merkjalæk.

Yfirlit yfir styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta á árinu 2013 má finna hér

Frekari upplýsingar um styrki má finna hér undir hverjum flokki styrkja fyrir sig



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir