Bettý og Afleggjarinn á meðal sjö bóka í sérstakri seríu metsölubóka í Frakklandi, POINTS D'OR

10. desember, 2013

Verkin sjö eiga það sameiginlegt að vera metsölubækur og hafa áður selst í yfir 300.000 eintökum í Frakklandi. 

Bettý eftir Arnald Indriðason í þýðingu Patrick Guelpa og Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur í þýðingu Catherine Eyjólfsson, eru á meðal sjö verka eftir jafnmarga höfunda sem nýlega komu út í Frakklandi í sérstakri seríu metsölubóka, POINTS D'OR

Verkin sjö eiga það sameiginlegt að vera metsölubækur og hafa áður selst í yfir 300.000 eintökum í Frakklandi. Á meðal annarra höfunda í hópnum eru John Irving, Henning Mankell og Hugh Laurie.

Tvær skáldsögur hafa komið út eftir Auði Övu Ólafsdóttur á frönsku og á annan tug verka eftir Arnald Indriðason, en bækur hans hafa selst í samtals 2,5 milljónum eintaka í Frakklandi.

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir