Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2013

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur. 

11. desember, 2013

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur. 

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 11. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. Fjöruverðlaunin hafa verið árviss viðburður í sjö ár. Hópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis stofnuðu til þeirra vorið 2007, til eflingar íslenskum kvenrithöfundum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur. 

Í flokki fagurbókmennta voru eftirfarandi verk tilnefnd:

 

Dísu saga – Konan með gulu töskuna eftir Vigdísi Grímsdóttur, útgefandi er JPV.  (Einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013.)

 

Stúlka með maga eftir Þórunni Erlu- og Valdimarsdóttur, útgefandi er JPV. (Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2013. )

 

 Af hjaranum eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur, útgefandi er Ungmennafélagið Heiðrún.




Í flokki barna- og unglingabóka voru eftirtalin verk tilnefnd:

 

Strokubörn á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn, útgefandi er Mál og menning. (Einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013)

 

Freyju saga - Múrinn  eftir Sif Sigmarsdóttur, útgefandi er Mál og menning. (Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2013. Einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013 og .)

 

 Stína stórasæng eftir  Lani Yamamoto. (Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana 2013.)


Í flokki fræðibóka voru eftirtalin verk tilnefnd:

 

Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu eftir Guðnýju Hallgrímsdóttur, útgefandi er Háskólaútgáfan.

 

 Prjónabiblían eftir Grétu Sörensen, útgefandi er Vaka Helgafell. 

 

 Önnur skynjun – ólík veröld. Lífsreynsla fólks á einhverfurófi eftir Jarþrúði Þórhallsdóttur. Útgefandi er Háskólaútgáfan.


 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir