Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í 25. sinn

30. janúar, 2014

 Í nýjum flokki barna- og unglingabóka hlaut Andri Snær Magnason verðlaunin fyrir skáldsöguna Tímakistan, í flokki fagurbókmennta hlaut Sjón verðlaunin fyrir skáldsöguna Mánasteinn: Drengurinn sem aldrei var til og Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina.

Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2013 voru afhent á Bessastöðum í dag. Í nýjum flokki barna- og unglingabóka hlaut Andri Snær Magnason verðlaunin fyrir skáldsöguna Tímakistan, sem gefin er út af Máli og menningu. Í flokki fagurbókmennta hlaut Sjón verðlaunin fyrir skáldsöguna Mánasteinn: Drengurinn sem aldrei var til, sem gefin er út af JPV. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina sem Crymogea gefur út. 

Þess má geta að þetta er í þriðja sinn sem Andri Snær Magnason hlýtur íslensku bókmenntaverðlaunin en hann hefur áður hlotið verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Söguna af bláa hnettinum (1999) og í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis fyrir Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð (2006).

Fjögurra manna lokadómnefnd, sem skipuð var Þorgerði E. Sigurðardóttur bókmenntafræðingi, Guðna Kolbeinssyni bókmenntafræðingi, Þóru Arnórsdóttur og Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðingi, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, valdi verðlaunabækurnar en alls voru tilnefndar fimm bækur í hvorum flokki. Tilnefningarnar voru birtar 1. desember síðastliðinn.

Andri Snær

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í nýjum flokki barna- og unglingabóka:

Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason. Útgefandi: Mál og menning.
Strokubörn á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Útgefandi: Mál og menning.
Brosbókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen. Útgefandi: Salka
Freyju saga - Múrinn eftir Sif Sigmarsdóttur. Útgefandi: Mál og menning.
Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson. Útgefandi: JPV.Sjon

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fagurbókmennta:

Mánasteinn eftir Sjón. Útgefandi: JPV.
1983 eftir Eirík Guðmundsson. Útgefandi: Bjartur.
Sæmd eftir Guðmund Andra Thorsson. Útgefandi: JPV.
Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson. Útgefandi: Bjartur.
Dísusaga - Konan með gulu töskuna eftir Vigdísi Grímsdóttur. Útgefandi JPV.



Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:

Íslenska teiknibókin eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur. Útgefandi: Crymogea.
Leiftur á horfinni öld - Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? eftir Gísla Sigurðsson. Útgefandi: Mál og menning.
Vatnið í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson. Útgefandi: Mál og menning.
Fjallabókin eftir Jón Gauta Jónsson. Útgefandi: Mál og menning.
Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók eftir Sölva Björn Sigurðsson. Útgefandi: Sögur.

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir