Síðasti skiladagur fyrir umsóknir um útgáfu- og þýðingastyrki er mánudagurinn 17. mars.

8. febrúar, 2014

Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Öllum gögnum ber að skila til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Hverfisgötu 54, 2. hæð.

Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka. Þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars næstkomandi en þar sem 15. mars er laugardagur flyst skiladagur til mánudagsins 17. mars.


Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er að finna hér á síðunni.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um útgáfustyrki má finna hér: http://www.islit.is/styrkir/utgafustyrkir/

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um þýðingarstyrki má finna hér: http://www.islit.is/styrkir/thydingar-a-islensku/




Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir