Bókasýningin í Leipzig 2014

10. mars, 2014

Bókasýningin í Leipzig var haldin dagana 13. - 16. mars. Bókasýningin er einskonar vorboði bókaársins í Þýskalandi. Rithöfundarnir Gerður Kristný, Guðrún Helgadóttir og Steinunn Sigurðardóttir voru áberandi í ár. Norræni básinn var í Halle 4, C403.

 

Bækur Guðrúnar Helgadóttur, Steinunnar Sigurðardóttur, Gerðar Kristnýjar og Auðar Jónsdóttur, sem allar eru nýkomnar út á þýsku, voru kynntar á bókasýningunni í Leipzig 13. - 16. mars.

Bók Gerðar Kristnýjar Bátur með segli og allt kom út í þýskri þýðingu á síðasta ári hjá þýska forlaginu Ullstein Buchverlage GmbH undir nafninu Die grüne Bluse meiner Schwester í þýðingu Tinu Flecken. Bók Gerðar Garðurinn kom einnig út á þýsku í þýðingu Karl-Ludwig Wetzig árið 2011 og hafa báðar bækurnar notið verðskuldaðrar athygli á þýska málsvæðinu. Gerður las á íslenska básnum og einnig í naTo "hinni löngu nótt norrænna bókmennta"  en vert er að vekja sérstaka athygli á dagskránni þar, sem er einn af hápunktum bókasýningarinnar í Leipzig, en þar var Gerður í góðum félagsskap Steinunnar Sigurðardóttur.


Bók Guðrúnar Helgadóttur Bara gaman kom út í fyrra hjá þýska forlaginu Dressler undir nafninu Blaubeeren und Vanilleeis í þýðingu Aniku Lüders-Wolff. Bókin hefur fengið mjög skemmtilegar viðtökur í Þýskalandi og hefur verið endurprentuð tvisvar. Guðrún hafði því miður ekki tök á því að vera viðstödd, en þýska leikkonan Nicole Haase las upp úr bókinni á "Leipzig liest" eða Leipzig les. Þess má geta að Guðrún Helgadóttir fagnar í ár 40 ára rithöfundaafmæli sínu.


Bók Steinunnar Sigurðardóttur Jójó kom út hjá þýska forlaginu Rowohlt 7. mars sl. í þýðingu Colettu 
Bürling. Þetta er áttunda bók Steinunnar sem kemur út á þýsku en Steinunn er búsett í Berlín og hafa bækur hennar notið mikilla vinsælda í Þýskalandi. Steinunn opnaði "Bláa sófann" kl. 10:30 á fyrsta messudegi 13. mars og las nokkrum sinnum á íslenska básnum meðan á sýningunni stóð.

Sendiráð Íslands í Berlín stóð að þátttöku Íslands í Leipzig í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta og var básinn í samstarfi við hin norrænu sendiráðin í Berlín. Númerið á básnum var Halle 4, C403.  

Bók Auðar Jónsdóttur, Vetrarsól kom út hjá þýska forlaginu Random House Verlag í Þýskalandi árið 2011 þegar Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Bókin heitir á þýsku Jenseits des Meeres liegt die ganze Welt. Kristof Magnusson þýddi.

Dagskrá höfundanna í Leipzig er hægt að skoða hér


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir