Tvær íslenskar skáldsögur tilnefndar til Independent foreign fiction prize

10. mars, 2014

Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson eru á meðal 15 verka sem tilnefnd eru á „langan lista“ til hinna virtu bresku bókmenntaverðlauna Independent Foreign Fiction Prize 2014.

Rigning í nóvember (Butterflies in November) eftir Auði Övu Ólafsdóttur í þýðingu Brian FitzGibbon og Harmur englanna (The Sorrow of Angels) eftir Jón Kalman Stefánsson í þýðingu Philip Roughton eru á meðal 15 verka sem tilnefnd eru á „langan lista“ til hinna virtu bresku bókmenntaverðlauna Independent Foreign Fiction Prize 2014. Sjón er eini íslenski höfundurinn sem hefur verið tilnefndur til IFFF fyrir bækur sínar Skugga Baldur (2009) og Rökkurbýsnir (2012). Á meðal höfunda annarra tilnefndra verka má nefna Karl Ove Knausgaard, Juliu Franck, Javier Marias og Yoko Ogawa.

Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur er fyrsta bók höfundar sem gefin er út á Bretlandi en það er Pushkin Press sem er útgefandi hennar þar. Harmur englanna, sem MacLehose Press/ Harvill Secker gefur út, er önnur bók Jóns Kalmans sem gefin er út á Bretlandi, en áður hefur komið út Himnaríki og helviti hjá sömu útgáfu. Geta má þess að áður hefur skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Övu komið út á ensku hjá Amazon Crossing í Bandaríkjunum en seinna á árinu er Rigning í nóvember væntanleg hjá bandarísku útgáfunni Grove Atlantic.Tilkynnt verður um hvaða verk eru tilnefnd á „stutt-listann“ 8. apríl næstkomandi. 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir