Tvær íslenskar skáldsögur tilnefndar til Independent foreign fiction prize

10. mars, 2014

Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson eru á meðal 15 verka sem tilnefnd eru á „langan lista“ til hinna virtu bresku bókmenntaverðlauna Independent Foreign Fiction Prize 2014.

Rigning í nóvember (Butterflies in November) eftir Auði Övu Ólafsdóttur í þýðingu Brian FitzGibbon og Harmur englanna (The Sorrow of Angels) eftir Jón Kalman Stefánsson í þýðingu Philip Roughton eru á meðal 15 verka sem tilnefnd eru á „langan lista“ til hinna virtu bresku bókmenntaverðlauna Independent Foreign Fiction Prize 2014. Sjón er eini íslenski höfundurinn sem hefur verið tilnefndur til IFFF fyrir bækur sínar Skugga Baldur (2009) og Rökkurbýsnir (2012). Á meðal höfunda annarra tilnefndra verka má nefna Karl Ove Knausgaard, Juliu Franck, Javier Marias og Yoko Ogawa.

Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur er fyrsta bók höfundar sem gefin er út á Bretlandi en það er Pushkin Press sem er útgefandi hennar þar. Harmur englanna, sem MacLehose Press/ Harvill Secker gefur út, er önnur bók Jóns Kalmans sem gefin er út á Bretlandi, en áður hefur komið út Himnaríki og helviti hjá sömu útgáfu. Geta má þess að áður hefur skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Övu komið út á ensku hjá Amazon Crossing í Bandaríkjunum en seinna á árinu er Rigning í nóvember væntanleg hjá bandarísku útgáfunni Grove Atlantic.Tilkynnt verður um hvaða verk eru tilnefnd á „stutt-listann“ 8. apríl næstkomandi. 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir